Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 13
DVÖL
171
hliða iðjagrænir grasgeirar á báð-
ar hendur, undir sjóðandi iðuköst
í djúpum hyli.
Þetta er Seljalandsfoss, eins og
allir vita, sem þarna hafa komið.
Nokkru norðar í hlíðinni er ná-
granni hans, Gljúfrabúi. Vatnið í
þeim báðum kemur langleiðir ofan
af hálendinu, en þó ekki frá jökl-
inum. Gljúfrabúi ber nafn með
rentu. Hann er nær hulinn af veg-
inum, er liggur raunar rétt við
rætur hans. Gegnum örþrönga
bjargskoru grisjar aðeins í hann
neðanverðan. Einungis efsti
hluti hans er sýniflegur yfir
bergrimann fram við hann, þeg-
ar staðið er niðri á jafnsléttu.
En sé komið upp á hamarinn,
sem rís eins og veggur við hon-
um framanverðum, má sjá foss-
inn allan, ef tæpt er farið. Ann-
ars ekki.
Þarna hefir hann grafið sig
niður gegnum móbergslögin,
mýndað líkt og hringlaga gjá,
sem aðeins er opin í örþröngri
rauf að framan.
Rétt við gljúfuropið stendur
lítill bær, Hamragarðar, og nær
túnið alveg inn að gilinu.
Þegar staðið er neðst við tún-
fótinn í Hamragörðum eða á veg-
inum litlu sunnar,,blasir öll berg-
hlíðin við og fossarnir báðir. Fal-
legri bakgrunn í landslagi hefi ég
hvergi séð. Biksvört hamrabrún-
in, silfurhvítir fossarnir, iðgrænar
hlíðar og eggsléttar grundir, allt er
þetta í svo fögru samræmi, í svo
undursamlegum stærðar- og á-
hrifahlutföllum,að ekkert ber ann-
að ofurliða, svo sundurleitt sem
það þó er. Sé litið’ til vinstri, í
norðurátt, blasir Fljótshlíðin við',
handan við aurbungur Markar-
fljóts, einhver fallegasta og blóm-
legasta sveit íslands. Á hina hönd-
ina, í suðri, rísa Vestmannaeyjar
Gljúfrabúi, þar sem hann, steypist niöur i
klettaþróna. — „Einungis efsti liluti hans
er sýnilegur —."