Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 95
D V Ö I.
kveöju föður Abrahams, og þegar
hann var færður fram fyrir hinn
æðsta dómara, heilsaði hann ekki.
Því að Bontje var ráðvilltur af
ótta.
Ótti hans ágerðist að mun, er
hann hafði gólf hins æðsta dóms-
sals undir fótum, sem greypt var
alabastri og dýrum steinum. —
Fætur mínir eru ekki þess verðir
að snerta slíkt gólf. Hann stirðn-
aði upp af ótta. — Hver veit hvaða
auðkýfings, hvaða lögvitrings,
hvaða dýrlings þeir vænta? ....
Ég get gert mér í hugarlund ör-
lög mín, er hann kemur.
Ótti hans var slíkur, að hann
greindi eigi orð þess, sem forsæti
skipaði, er hann mælti:
— Mál Bontje hins þögla.
Sá, er forsæti skipaði, hélt á-
fram máli sínu, jafnframt því sem
hann afhenti hinum himneska
verjanda hinn skjalfesta' vitnis-
burð: — Lestu þetta en vertu
stuttoröur.
Salurinn hringsnerist fyrir aug-
um Bontje. Hann hafði hljóm fyrir
eyrum, en þó greindi hann ó-
glöggt orð hins himneska verj-
anda, er streymdu af vörum hans
hljómþýð sem fiðluómur.
— Nafn hans fer honum sem
klæði gerð af mikilhæfum klæð-
skera fagurvöxnum líkama.
—-Hvað er hann að segja? spurði
Bontje sjálfan sig. Og hann heyrði
óþreyjufulla rödd taka fram í
fyrir verjandanum:
253
— Engar samlíkingar, ef þú vilt
gera svo vel
— Aldrei á ævi sinni, hélt verj-
andinn áfram, — hefir hann lát-
ið æðruorð falla gagnvart guði
né mönnum. Hatursglampa hefir
aldrei brugðið fyrir í augum hans.
Hann hefir aldrei lyft sjónum til
hæða í sjálfselskufullri bæn.
Aftur brast Bontje skilning, og
röddin tók fram í fyrir verjand-
anum að nýju.
— Ekki að beita mælskunni svo
mjög, ef þú vilt gera svo vel.
— Job reyndust þrautirnar ó-
bærilegar að lokum, því að til allr-
ar óhamingju ....
— Ég krefst staöreynda, aðeins
staðreynda, hrópaði sá, er forsæti
skipaði, óþreyjufyllri en nokkru
sinni fyrr.
— Á áttunda degi var hann um-
skorinn.
— Þetta er óþörf nákvæmni.
— Læknirinn var litt hæfur til
starfs síns og gat ekki stöðvað
blóðrásina ....
— Haltu áfram.
— Þó var hann jafnan þögull
sem fyrr, hélt verjandinn áfram
máli sínu. — Jafnvel þegar móðir
hans lézt og hann eignaðist stjúp-
móður, er hann var á þrettánda
ári .... stjúpmóður, komst ég
þannig að orði? Það hefði betur á
því farið, að ég hefði sagt högg-
orm, því að stjúpmóðir hans var
sannnefnd norn.
— Getur það skeð, að þeir eigi