Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 142
300
mun þar eigi getið, er vert hefði
verið að nefna, og er það ef til
vill vorkunnarmál. Hitt er verra,
hve lítt hefir verið unnið úr því
efni, sem að hefir verið viðað í
bókina. Bera óteljandi neðanmáls-
greinar og svigainnskot vitni um,
hve mjög skortir á, að efniviður-
inn hafi verið telgdur til og felld-
ur saman eins og æskilegt hefði
verið. Hins vegar er efni bókarinn-
ar slíkt, að þeirri kynslóð, sem fá-
ar aðrar ferðaraunir þekkir en að
sitja í hlýjum, lokuðum bifreiðum,
er hollt að kynnast því.
Eftir Vilhjálm Stefánsson laná-
könnuð kom út bók, er nefnist
Ultima Thule (útgefandi Ársæll
Árnason). Ársœll Árnason þýddi
hana. Bókin er í þrem köflum, og
er rætt um þær sþurningar, hvaða
land Pýþeas hinn gríski hafi til
forna nefnt Thule, hvort Kólumbus
hafi þangað komið og hvernig ís-
lendingabyggð í Grænlandi hafi
eyðst. Vilhjálmur Stefánsson er
slíkur höfuðskörungur þeirra
manna, sem af íslenzku bergi eru
brotnir og nú eru uppi, að vart
sæmir annað en að helztu rit hans
séu til á íslenzku. Hefir Ársæll
Árnason unnið nytjastarf með því
að þýða þau og gefa út.
Strákur er lítil bók eftir Ragnar
Ásgeirsson (Útgáfufélagið Lamp-
inn á Akureyri). Segir höfundur
þar á léttan og skemmtilegan hátt
frá uppvexti sínum vestur á Mýrum
og víðar og dvöl sinni á æskuárum
í Danmörku.
D VOL
Kveri, ekki stóru, sem út kom í
haust, má sízt gleyma. Er það Ijós-
prentuö endurútgáfa á Ævintýrum
Magnúsar Grímssonar og Jóns
Árnasonar (Bókaútgáfan Edda á
Akureyri). Þessi útgáfa er meðal
annars merkileg af því, að um er
að ræða eina hina fyrstu bók, sem
prentuö er á þenna hátt hér á
landi. En sjálf er bókin einnig mjög
eftirsótt rit.
Annálabrot og Undur íslands eft-
ir Gísla Oddsson biskup (Þorsteinn
M. Jónsson), bók, upphaflega rit-
uð á íslenzku, en þýdd á latneska
tungu og þannig varðveitt, kom
út á Akureyri í þýðingu Jónasar
Rafnar. Annálabrotin hefjast 1106
og ná til ársins 1637. í Undrum ís-
lands er að nokkru lýst landinu og
náttúrufari þess og þáttum .at-
vinnulífs, afreksverkum og nokkr-
um merkum samtiðarmönnum höf-
undar. Allt er þetta mjög blandiö
hjátrú og hindurvitnum. Bók þessi
er merk heimild, meðal annars um
suma þætti íslenzkrar þjóðtrúar.
II. hefti Rauðskinnu, þjóðsagna-
safns séra Jóns Thorarensen, (út-
gefandi ísafoldarprentsmiðja), var
endurprentað nýlega. Hefir það um
skeið verið ófáanlegt, en Rauð-
skinna eftirspurt safn og enda all-
merkilegt.
Amma, íslenzkar sagnir og þjóö-
sögur, 2.—3. liefti II. bindi (Bóka-
útgáfan Edda á Akureyri) kom út
að venju á síðastliðnu ári. í bók-
inni eru fimm frásagnir, og er
þeirra mest Þœttir af Suðurnesjum