Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 48
206
DVÖL
lepp, sem flaksast utan um hann
á flóttanum. Drengur veit ekki
betur en aS hann sé eina skepna
jarðarinnar, sem hefir til skjóls,
það sem nú eru kölluð föt. — Þeg-
ar hann loks nær bráðinni, hefir
leikurinn borizt til strandar. Síð-
asta spölinn hleypur hann í sand-
inum við flæðarmálið.. Hann sér,
að þetta er kona. Hún liggur á
hnjánum og grefur andlitið niður
í sandinn. Drengur kastar ekki
steinspjóti sínu;. hér er nóg að
beita tönnunum. Hún gefur ekk-
ert hljóð frá sér, þegar hann tekur
í hana og snýr henni að sér til
að bíta hana á barkann. Augu
þeirra mætast, og löngun hans til
þess að drepa hverfur skyndilega.
Hún skyldi vissulega lifa. — En
hann lætur skína í tennurnar, eins
og honum sé hefnd í huga fyrir
allt það erfiði, sem hún hefir bak-
að honum.
Angistin yfir að vera á valdi
hans, hverfur samstundis úr aug-
um hennar, þegar henni skilst, að
hún á að lifa. Hún lætur líka skína
í tennurnar, eins og hún ætli að
bíta, en hvorugt þeirra bítur. —
Og þetta var hið fyrsta bros.
Alla ævina eftir þetta eru þessir
atburðir eins og ævintýri í endur-
minningum Drengs. Hinn leypdar-
dómsfulli niður hafsins og víðátta
þess gerir ævintýrið ennþá dular-
fyllra og ógleymanlegra. Skelfisk-
arnir, sem hann og konan borðuðu
saman á ströndinni skömmu eftir
að þau fundust, gleymdust aldrei.
Honum fannst seinna, aö í raun-
inni væri þetta eina máltíðin, sem
hann hefði fengið, er vert væri að
minnast. Hann kinkar kolli óafvit-
andi, þegar hann hugsar um
hana, eins og það séu merkileg ný-
mæli, sem hann hefur í huga.
Þau voru stöðugj; á farands fæti,
en loks tók þó ferðin enda. Haust
eitt settust þau að á hæðum nokkr-
um. Skriðjökullinn rann fram um-
hverfis hæðirnar. Þegar sumraði,
hlánaði af þeim, jökuleyjan greri
grasi, blómum og trjám, og þarna
settust þau að fyrir fullt og allt.
Fjölskyldan óx, og það fæddust
bæði drengir og stúlkur. Börnin
nefndu móður sína Móu. Barna-
hópurinn varð svo stór, að hvorki
Drengur né Móa áttu töluorð í máli
sínu til þess að tákna fjölda þeirra.
Þau urðu að láta sér nægja hug-
takið mörg. Hvert sumar, þegar
jökuleyjan blómgaðist og lauftrén
tóku að breiða úr krónum sínum,
gægðist kollurinn á nýju barni upp
úr bakpoka Móu. Þau elztu urðu
frumvaxta, og synirnir tóku að
skyggnast um eftir bráð. Þetta voru
uppvaxandi veiðihetjur.
En kuldinn vex og verður næst-
um því óþolandi á veturna. Þetta
litla þjóðfélag á hinni norrænu
jökuley er að því komið að líða
undir lok. Drengur liggur langar,
kaldar og dimmar nætur, heyrir
að börnin kveinka sér í svefninum
og veit, að Móa þjáist. Hann hugsar
um eldinn. Hann veit, að eldurinn
er í grjótinu. Hann hefir séð neist-