Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 5
D VÖL
móöug og blóðstokkin, en lauf-
hrúga mikil var umhverfis hann.
Ég sneri hann úr hálsliðnum eins
og ég hafði séð pabba gera og bar
hann því næst heim. LaufiÖ skrjáf-
aði óaflátanlega undir fótum mér
við hvert fótmál.Himinninn hvelfd-
ist heiður og blár yfir skóglendinu.
Ég nam staðar um stund meö hér-
ann i hendinni og hlustaði eftir
skotdrununum. Ég heyrði fugl
syngja á grein og skrjáf í laufinu,
þar sem lítill snákur skreið áfram.
Annars var allt hljótt. Hér og þar
steig ég á greinar, sem fallið höfðu
af trjánum og öðru hvoru gat að
lita einstök laufblöð svífa og snú-
ast í loftinu og falla hægt til
jarðar.
Meðan mamma framreiddi mið-
degisverðinn, hafði ég af fyrir litla
bróður mínum. Hérinn entist okk-
ur í þrjá daga ásamt fáeinum róf-
um, er við áttum.
Ég spurði mömmu, hversu lengi
Pabbi mundi veröia að heiman.
Hún kvaðst ekkert um það vita.
Mér varð mjög um það hugsað,
hvernig lík hans yrði flutt heim, ef
hann kynni að falla á vígvellinum.
Ég hafðist við úti i skógi mestan
hluta dagsins, vegna þess, hve
barnið var óvært. Þegar ég kom
heim, var byrjað að rökkva, og ég
sá ljós i glugganum hjá mömmu.
Barnið var jafn óvært og áður.
Augu þess voru mjög daufleg, og
Þvi kom ekki blundur á brá um
uóttina, þótt mamma gengi um
gólf með það í faðmi sér og reyndi
163
að syngja þaö i svefn. Hún sagði
mér, að það væri mjög veikt og
þrýsti því blítt að brjósti sér. Ég
spurði hana, hvort það myndi
deyja, en þá herti hún gönguna,
án þess aö svara, og litlu seinna
sofnaði ég. Þegar ég vaknaði aftur,
heyrði ég lágværan grát þess og
hið sára kvein. Ég var hress eftir
svefninn, en ákaflega svangur, svo
að ég kveikti upp eld undir katlin-
um og lagði á borðið.
Að miðdegisverð'inum loknum,
sagði ég mömmu, að ég ætlaði ofan
að ánni til þess að veiða í miödegis-
matinn. Hún leit á mig og kallaði
mig til sín.
„Barnið er ákaflega veikt,"
mælti hún. „Viö verðum að vera
án fisks í dag. Finndu hve litla
höndin þess er heit. Þykir þér ekki
fjarska vænt um litla barnið?
Haltu nú á því ofurlitla stund.“
Ég hristi höfuðið. Mér fannst
barnið ljótt, því að andlit þess var
afskræmt af þjáningu, og kvein-
stafir þess létu illa í eyrum mér.
„Mig langar til að fara út og
veiða, mamma,“ sagði ég. „Ég skal
gefa þér stærsta fiskinn, sem ég
fæ.“
En mamma hélt því fast fram, að
barnið væri í lífshættu, svo að ég
yrði að sækja lækni til þorpsins
þegar i stað. Veið'imennskan yrði
að' bíða til morguns.
„En það er langt til þorpsins,"
sagði ég. „Auk þess virð'ist barnið
ekki vera svo aðframkomi'ð’. Það
getur vel verið komið óveður á
L