Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 39
D VÖL
197
•lökullliiii
0 IJr Ntfgii hinna fyrstu nianna
Eftir Signi'ð Helgason
JÓHANNES V. JENSEN er eitt
af höfuðskáldum Dana. Hefir
hann ritað fjölda bóka, einkum
skáldrit, um ýmis efni. Haustið
1937 voru nokkrar eldri skáldsög-
ur hans gefnar út í einni heild
undir nafninu „Den lange Rejse“,
og eru þær allar að nokkru leyti
framhald hver af annarri.
í þessu mikla riti hefir skáldið
tekið sér fyrir hendur að rekja
nokkra þætti í sögu norræna
kynstofnsins, og hefst það lengst
aftur í fornöld, um það leyti, sem
mannkynið er í bernsku. Reynir
hann- þar að gera grein fyrir
mönnunum og umhverfi þeirra,
eins og hann hugsar sér, að það
hafi verið þá. Heimildir um efnið
eru af skornum skammti. Að visu
hefir jarðfræðin margar upplýs-
ingar og geyma, og víðar má fá
nokkrar bendingar, en þrátt fyrir
það er margt óljóst og óvíst um
ýmsa þætti og nákvæm þekking á
mörgum smærri atriðum ekki fyr-
ir hendi, enda má sjálfsagt telja
sumar kenningar skáldsins, sem
fram koma í riti þessu, vafasamar
frá vísindalegu sjónarmiði, en það
hefir fullt gildi sem skáldrit eigi
að síður og hefir hlotið öndvegis-
sess í bókmenntum Norðurlanda.
Einn kaflinn í „Den lange Rejse“
heitir „Jökullinn“ (Bræen). Þegar
sú bók kom fyrst út, vann höfund-
urinn mikinn bókmenntasigur,
og var hún gefin út í geysistórum
upplögum.
„Jökullinn" er saga hinna fyrstu
manna. Hún gerist í Skandinavíu
í lok tertiertímabilsins. Skáldið
hugsar sér, að ístíminn sé að
byrja. Áður var hitabeltisloftslag
á Norðurlöndum. Það kólnar smám
saman, úrkomur aukast, hitabelt-
isgróðurinn eyöileggst og síðan
kemur jökullinn og spennir löndin
helgreipum sínum. — Dýrin og
mennirnir flýja undan kuldanum
lengra og lengra suður á bóginn.
Dálítill hópur manna hefir farið
norður til yfirgefinna héraða til
að sjá, hvernig orðið sé þar
umhorfs. Þeir snúa aftur. Þarna
norður frá er skógurinn fallinn
eða að falla; aldini eru ekki leng-
ur til á aldintrjánum, blómjurtir
blómgast ekki, skógurinn gefur
ekki lengur skjól, sólskinið virð-
ist vera orðið dauft og kalt. Það
rignir stöðugt, og þá sjaldan að
sér til sólar, birtist hún aðeins
milli vætuþrunginna skýja. Næt-
urnar eru kaldar.
Þessir menn eru skógarmenn.