Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 50
208
DVÖL
ur bogin í hnjám og baki og hlær.
Hún skilur á sinn hátt, hvað gerzt
hefir. Maka hennar og guði hefir
þóknazt að skapa eld.
Þetta verður mikill dagur. Einn
hinn markverðasti dagur fyrir til-
veru mannanna á jörðinni, sem
komið hefir. Logar bálsins taka
á sig alls konar myndir. Þeir rífa
viðinn í sig og reykjarbólstrarnir
þyrlast hátt í loft upp. En dásam-
legast af öllu er þó ylurinn. Við
bálið verður heitara en í sól mið-
sumarsins, og þessi blessaði hita-
gjafi er svo nálægur og handhæg-
ur. Drengur sér börn sín hlæja
móti eldinum, sælusvipur, sem
hann hefir ekki séð áður, kemur
fram í þrautpíndum andlitum
þeirra, eldurinn slær bjarma á hið
hrukkótta og ellilega andlit Móu,
og glampi liðinnar æsku fer að
tindra í augum hennar. Um kvöldið
hafa þau ljós í hreysinu. Bálið log-
ar á miðju gólfinu, og Drengur
gerir op á þakið fyrir reykinn. Nú
sjá þau í fyrsta sinn, hvernig bú-
staður þeirra lítur út að innan
verðu; hingað til hafa þau orðið
að þreifa sig áfram í myrkrinu
þarna inni.
Drengur skoðar undrasteininn,
sem hafði géfið frá sér neistann,
þegar tinnan slóst viö hann, og
heldur stöðugt áfram að gneista,
ef hann er sleginn. Hann er gulur,
og það sindrar á hann við skinið
af eldinum, þegar honum er snú-
ið. Hann er þungur í hendi, og
þefurinn af honum minnir á lauk.
Eiginlega hefði hann átt að sjá
strax, að þetta hlaut að vera eld-
steinninn. Aldrei hefir Drengur
fundið neitt, sem honum virðist
jafnast við hann. Ekkert ,sem hann
hefir eignazt, hefir vakið jafn mikla
eignargleði og þessi steinn. Þetta
er fyrsti helgidómurinn í eigu
hans. Hann heíir ekki aðeins hand-
samað eldinn heldur einnig fundið
ráðið til að vekja hann, hvenær
sem á þarf að halda. Ættingjar
hans kunnu ekki að kveikja eldinn.
Þeir höfðu ekki valdið yfir neist-
anum. Hér var það vald.
Svo líður enn hálf öld. Drengur
er orðinn gamall maður, mjög
gamall. Niðjar hans búa enn á
jökuleynni og eru orðnir að heilli,
lítilli þjóð, sem ber svip hans og
Móu. Þetta er harðgerð ætt. Móa
er horfin, en það er engin hætta
á, að venjur hennar gleymist; ætt-
in heiðrar þær og heldur þeim við.
Drengur er orðinn krepptur eins og
kræklótt hrísla. Og einn dag finn-
ur hann undarlega þrá 1 sál sinni
og gengur niður í hauginn, sem
hann hafði gert utan um eldstein-
inn. — Enginn þorir að fylgja hon-
um eftir. Hann lokar haugnum
með stórum steini, og synirnir og
sonarsynirnir standa umhverfis
í dýpstu lotningu. Þeir heyra þann
gamla stynja og bylta sér eins og
björn í búri sínu; síðan heyra þau
hann raula fyrir munni sér:
„Snemma á ævinni, 1 mótgangi