Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 20
178
hrukkurnar á enninu báru ótvirætt
vitni um,aö hann grunaði eitthvað.
Ég reyndi að vera virðulegur á svip
og gaf lækninum ósvikið olboga-
skot til merkis um, að hann skyldi
þagna. Við vorum félagar, hann
átti hlutabréf i sömu fyrirtækjum
og ég, en þrátt fyrir það þóttist
ég hafa fulla heimild til að þagga
niður í honum. Ég réð þessari ferð,
hafði boðið honum í þessa ferð og
gat skipað honum að vera kurteis,
ef ég vildi. Snjóar mikið hérna á
veturna? spurði ég gamla bóndann
til þess að beina samtalinu inn á
nýjar brautir. Hann þagði um hríð
og horfði niður fyrir fætur sér eins
og hann væri að ígrunda orð sín.
Já, svaraði hann að lokum, dræmt
og stirðbusalega. Stundum harðir
norðanbyljir á góunni, en vorhret-
in verst.
í gærkvöld .. . ? Hefði ég ekki
asnazt til þess að eltast við andar-
hjónin, þá sæti ég núna inni í
gestastofunni við hlið félaga
minna, æti spikfeita bleikju og
drykki tvö eða þrjú konjaksstaup.
Notaleg hlýja myndi hríslast um
mig ásamt ennþá notalegri örygg-
iskennd. Og hver var árangurinn
af þrákelkni minni og metnaðar-
girnd? Ég lufsaðist með stokkand-
arstegg eftir þýfðri afréttarmýri,
soltinn og einmana. Rigningin
jókst jafnt og þétt, en landslagið
rann saman við hráslagalegt rökk-
ur, sem seig óðum yfir þessa líf-
lausu auðn. Enginn stelkur heyrð-
ist kvaka lengur, en vindurinn
DVÖt
flutti með sér hinn ömurlega og
eintóna nið jökulfljótsins, sem
minnti mann óaflátanlega á skol-
gráar og straumúfnar flúðir, minnti
mann óaflátanlega á hrikaleik
miskunnarlausrar tortímingar. Mér
fannst ég vera holur innan og van-
megna, fannst fljótsniðurinn
þrengja sér gegnum fötin, þrengja
sér inn í mig, bergmála voveiflega
inni í mér. Það var engu likara en
dulin hönd hefði slægt mig, slitið
úr mér kjarna alls þess, sem ég
hafði tileinkað mér á ævinni, slitið
úr mér öryggistilfinninguna, kjark-
inni, dugnaðinn, áræðið og glögg-
skyggnina, en látið ekkert í stað-
inn nema ef til vill óþægilegan
geig. Ég hafði ekki fundið til
hræðslu, síðan ég var drengur.
Reyndar var ég alls ekki hræddur,
en mér stóð hálfgerður stuggur af
rökkrinu og óttaðist jafnvel, að ég
myndi villast. Þegar ég var á ferm-
ingaraldri, hafði ratvísi minni ver-
ið við brugðið: ég komst klaK-
laust yfir heiðar og torfærur í
þreifandi þoku eða kafaldsmuggu.
þótti hverjum manni snjallari í
göngunum á haustin og hafði ver-
ið fjallkóngur seytján ára gamall-
Nú álpaðist ég áfram í blindni, laf-
þreyttur og niðurdreginn, steig af
einni þúfunni á aðra eins og í
draumi, blés mæðulega, vorkenndi
sjálfum mér og formælti hrakför-
um mínum. Fötin hengu utan á
mér, blaut og slyttisleg, regnið lafc
ofan hálsinn og niður á bakið, ég
yrði allur gegndrepa, þegar heim að