Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 62
aura sinna tal, og ég sagðist halda,
að hann munaði lítið um að eiga
hjá okkur húsaleiguna til vors.
„Til vors! Heldurðu, að þú hafir
eitthvað til að borga með í vor?
Og það er víst sízt betra að skulda
honum en öðrum.“
Svo fluttum við hingað, hingað
á þetta loft. Fyrstu vikuna, sem
við vorum hér, límdi hún upp rauð-
brúna veggfóðrið, 5. lag innan und-
ir þessu, sem nú er. Hún seldi hús-
gögn fyrir 200 krónur, og þá átt-
um við lítið eftir. Hún fór í vinnu
og gerði hreina heila hæð í stóru
húsi, en ég rölti atvinnulaus og fór
að trúa þvl sjálfur, að ég væri
rola. Svona liðu fyrstu mánuðirnir
af þessum vetri. Hún var ekki
sterkbyggð. „Ég er hræddur um. að
þú þolir ekki þessar hreingerning-
ar,“ sagði ég.
„Hver spyr að því, hvað hver
þolir?“ sagði hún. Og það var satt.
Enginn spyr að því. f þessu tilfelli
reyndar ég, en það var sama sem
alls enginn.
Einn dag var komið heim með
hana í bifreið. Hún var studd hing-
að upp og inn um þessar dyr. Hún
var náföl.
„Já, nú er komið að því, sem ég
hefi alltaf búizt við,“ sagði ég. Hún
svaraði engu, og það var eins og
hún heyrði ekki til mín. — Var
nokkur von, að hún heyrði til min,
mín, sem ekki gat séð konunni
minni farborða, hvað þá fleirum?
„Það er bezt að ná i lækni,"
sagði ég.
„Ónei, það er bezt að láta það
ógert,“ sagði hún og lagðist fyrir.
Ég rölti um herbergið, þetta her-
bergi hérna. Sko, þarna var rúmið.
Bárður benti inn í hinn enda
herbergisins, en þar var ekkert rúm
nú.
„Nú fer ég út og sæki lækni, hvað
sem hún segir,“ hugsaði ég, en
spurði samt:
„Af hverju viltu ekki, að ég nái
í lækni?“
„Það er ekkert til að borga hon-
um með.“
„Hann getur átt það hjá okkur.
Þegar svona stendur á, er ekki hægt
að horfa 1 það.“
Hún reis upp og hvessti á mig
augun, gljáandi og annarleg af
sótthita.
„Ég vil ekki sjá neinn lækni,“
sagði hún. Svo hneig hún út af
aftur, og enginn læknir var sóttur.
Eftir nokkra daga jafnaði hún
sig svo, að hún komst á fætur um
stund, en hreingerningar gat hún
ekki stundað framar, og næsta
mánuðinn var hún oftast við rúm-
ið. Hún þoldi varla að ganga alla
stigana upp á loftið, en hún var
ófáanleg til að leita læknis.
Svo kom ég heim einn daginn-
Konan var á fótum, og ég spurði,
hvort hún ætti ekki kaffi.
„Nei, það er ekkert kaffi til.“
Ég tók eftir, að hún var mjög
fálát, en það var hún að jafnaði
um þessar mundir: Ég bauðst til að
ná i kaffi.