Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 66
224
E> VÖL
„Hún fór upp í sveit, daginn eftir
að þú fórst. Hún ætlaði til systur
sinnar, sem veiktist skyndilega.“
Ég gekk aftur upp á loftið. —
Svona átti það að enda. Ég vissi,
að hún átti enga systir, og ég hik-
aöi við, áður en ég opnaði dyrnar
að íbúðinni. Svo stakk ég lyklinum
í skrána og gekk inn í eldhúsið.
Þar var allt þvegið og í röð og
reglu. Ég litaðist um og gekk svo
inn í stofuna. Mér fannst ég verða
þurr í hálsinum, og tómleikinn
fyllti sál mína. í stofunni var hver
hlutur á sínum stað. Ég gekk inn
í svefnherbergið; fætur mínir voru
þungir eins og blý. Ég litaðist um.
í rúminu sá ég á höfuð konunnar
minnar upp undan sænginni. Ég
gekk að rúminu og tók í sængur-
hornið. Hún lá með lokuðum aug-
um, en munnurinn var opinn og
svipurinn afmyndaður. Sterkan þef
lagði fyrir vit mín. Hún var dáin.
Seinna sá ég hálftæmt glas af
einhverjum vökva við rúmið, og á
borðinu, hérna undir glugganum,
stóð opin blekbytta. Pappírsörk og
penni lá þar hjá. Hafði hún ætlað
að skrifa mér? Átti það að verða
til mín eða einhvers annars? Hún
átti skyldmenni á Austurlandi. En
ef hún hefir ætlað að skrifa mér,
hvað átti þá að standa á því bréfi?
Hvað ætlaði hún að skrifa, hafði
hún sent bréfið og var þetta af-
gangurinn af bréfsefninu? Eða
hafði hún verið búin að skrifa, var
bréfið til mín og var það hér ein-
hvers staðar? Ég leitaði að bréf-
Inu, leitaði og leitaði, fannst ég
verða að finna það áður en nokk-
ur annar kæmi inn, en ég fann það
ekki. Þegar líkið var tekið úr rúm-
inu gáði ég í laumi að bréfinu, og
þegar dótið okkar var tekið úr i-
búðinni, þá leitaði ég enn að því, en
ég fann það ekki. — Hvað hafði hún
ætlað að skrifa og hverjum? Hvers
vegna skrifaði hún ekki? Hafði
hún skrifað, og hvar var þá bréfið?
Var það ef til vill komið til við-
takanda?
Ég hugsaði lengi um þetta og
velti því fyrir mér á ýmsan hátt,
og ég hugsa um það enn. Mér
fannst og finnst enn, að þetta hefði
allt verið þolanlegra, ef ég hefði
vitað, hvernig þessu var varið. Það
eru mörg ár síðan þetta var, en
aldrei kemur sá dagur, að ég hugsi
ekki einhvern tíma um þetta.
Stundum verð ég andvaka af
hugsuninni um það, stundum
finnst mér ég ætla að yerða brjál-
aður. Bara að hún hefði gkrifað,
einhvern veginn! .... Þú manst,
að á meðan við vorum saman
sögðu piltarnir stundum: Bárður
er í leiðslu. Bárður er sofnaður.
Bárð er farið að dreyma. Þegar
þetta var, var ég alltaf að hugsa
um þetta. Skárri var það draum-
urinn! —
Bárður þagnaði. Sagan var búin.
— Ég sat niðurlútur og heyröi óm
síðustu orðanna deyja út. Þegar ég
leit upp, horfði Bárður á mig und-
arlegum, fjarlægum augum. Nú
þóttist ég sjá, eða var það hugar-