Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 115
Hálmsæiig'iit
Eftir Aðalbjðrgn Bjarnadóttnr
A STA leit á vekjaraklukkuna,
sem stóð á hornhillu í eld-
húsinu. „Sex, og Hannes ókominn
enn“, tautaði hún fyrir munni sér,
um leið og hún hrærði í kjötkáss-
unni, sem hún ætlaöi í kvöldmat-
inn. En hugurinn var meira hjá
Hannesi en matnum. Hún gekk
fram að dyrunum, lagði ennið upp
að vírnetshurðinni, og horfði á-
hyggjufull suður eftir vegastæði.
Hún hlífðist við að opna hurðina,
því að flugurnar sveimuðu suðandi
fyrir utan og sóttust eftir aö
komast inn í angandi matarlykt-
ina.
Dagurinn hafði verið með af-
brigðum heitur og mollulegur. Það
var komið langt fram í júní, sán-
ingu lokið en heyskapur ekki
byrjaður. Bændur voru aö nota
tímann til smásnúninga, á meðan
ofurlítið hlé var á annríkinu.
Hannes hafði lagt af stað um
morguninn með kálfa á markað-
inn, og hefði átt að vera kominn
heim fyrir löngu, ef allt hefði
verið með felldu. Hann var með
vagn og tvo hesta fyrir. Ásta gat
ekki að því gert, þó aö hún væri
hrædd um að hestarnir fældust
þessi nýju farartæki, sem voru
farin að bruna um vegina. Hún
þurrkaði svitann framan úr sér
með svuntunni og breiddi þannig
ofan á vanga úr rykblettinum sem
hún hafði fengið á ennið við að
leggja það upp að vírnetshurð-
inni.
„En sá liiti!“ andvarpaði hún.
Loftið var eins og inni í bökunar-
oíni. Allt var örmagna af hita,
menn og skepnur og jaínvel skóg-
urinn. Laufin héngu máttlaus á
trjánum, eins og þau væru hætt
að anda, og korriö í froskunum
í tjörninni á bak við húsið var
þunglamalegt og svæfandi.
Ásta leiddi hugann að þeim mis-
mun, sem verið gat á sumarhita
og vetrarkulda, þarna úti á slétt-
um vesturfylkjanna. Ýmist átti
maöur á hættu aö stikna eða
frjósa. Skúrhýsið, sem þau Harines
höfðu byggt sér þegar þau festu
sér þetta heimilisréttarland, varði
þau hvorki fyrir hitanum á sumr-
in né kuldanum á veturna og þó
var þaö skárra en bjálkakofinn,
þar sem Ásta mundi fyrst eftir
sér og foreldrar hennar höfðu
reist sér í Nýja íslandi, þegar þau
komu aö heiman. Þar var klistr-
að í rifurnar milli bjálkanna
leir og kúamykju, og vildi til að
klístrið datt úr. Skúrhýsið þeirra
var þó úr trjáviöi og klætt innan.
Það var vandaðasta húsið þarna 1