Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 135
DVÖL
Eftir Stefán Jónsson kom út
unglingasaga, er nefnist Skóladag-
ar (útgefandi ísafoldarprent-
smiðja). Þetta er unglingasaga,
framhald af VinUm vorsins, er út
kom ári fyrr, góð bók og gagnleg
unglingum.
Þriðja skáldsagan, er kom út, var
Svartir dagar eftir Sigurð Heiðdal
(Víkingsútgáfan), mikill doðrant.
Svo fáar sem skáldsögurnar nýj\i
voru, uröu smásagnasöfnin fimm.
Er þó meira um vert, að' þau eru
hinar beztu bækur flest’.
Snemma árs kom út Sjö töfra-
menn eftir Halldór Kiljan Laxness
(Heimskringla gaf út). Þetta var
21. bók skáldsins, auk nokkurra
þýddra og er þó enn ein komin út
síðan. í bókinni eru átta smásögur.
þar á meðal Þórður gamli halti,
293
Halldór Kiljan Laxness
Napóleon Bónaparti og Temódjín
snýr heim, sem allar eru vel kunn-
ar áöur, og svo er raunar um fleiri
þeirra. Vissulega væri vert að rita
langt mál um bók þessa, bæði til
iofs og lasts. Gegnir þar að vísu
sama máli um fleiri bækur, sem
hér verður að nægja að nefna að-
eins lauslega, þar eð um yfirlit eitt
er að ræða. Það eitt skal viður-
kennt, að Halldór Kiljan er eigi sízt
snjall smásagnahöfundur, þegar
honum tekst upp, og er Napóleon
Bónaparti eitt dæmi þess.
Halldór Stefánsson er þó líklega
sá íslenzkra rithöfunda, sem einna
mestum þroska hefir náð í smá-
sagnagerð. Eftir hann kom í sumar
út smásagnasafniö Einn er geymd-
ur (útgefandi Heimskringla). í
þessu saifni eru margar ágætar