Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 18
176
DVÖL
ur á móti var ekki mikill matur
í honum, dýr biti að tarna, hugs-
aói ég, kostar sennilega níu hundr-
uö' krónur. Hvaó um þaS: bring-
an var eflaust mesta ljúfmeti,
meyr og keimsæl, — þaS var al-
ténd bót í máli.
En meSan ég hampaSi steggnum
í lófa mínum og hugsaSi gott til
glóSarinnar aS hælast yfir heppn-
inni, þegar ég sæi félaga mína, þá
fann ég snögglega, aS ég var bæói
sársvangur og dauSþreyttur. Ég
lagSi byssuna og stegginn frá mér,
leitaSi í vösum mínum aö súkku-
laöibita eóa brjóstsykurmola, en
fann ekkert ætilegt. Ég tróS tóbaki
í pípuna og ætlaöi aö reykja svo-
lítiö til þess aö hressa mig, en
komst fljótt aS raun um, aö ég
hafSi týnt eldspýtustokknum.
Sjaldan er ein báran stök, hugs-
aöi ég gramur. BölvaS ólán! Ég
var staddur uppi á afréttarmýri,
banhungraöur og lúinn, átti rösk-
lega klukkutíma gang fyrir hönd-
um, haföi ekkert nesti meöferöis
og gat jafnvel ekki kveikt mér í
pípu. Ég fitlaSi kjánalega viö renni-
lásinn á blússunni minni, tuggSi
bragölaust sinustrá og góndi fá-
ráSlega í allar áttir. Skýin löföu
utan í eggjum öræfafjallanna eins
og luralegar flíkur, mórauSir gár-
arnir á tjarnardíkinu gáfu til
kynna, aS innan skamms myndi
hvessa á austan, enda heyröi ég
fljótsniSinn miklu betur en áSur.
Ég myndi vafalaust lenda í brúna-
myrkri og úrhellisrigningu á heim-
leiSinni. En eftir hverju var ég aö
bíöa? Hvers vegna hímdi ég hérna
eins og ráSvilltur vesalingur? Ég
kingdi munnvatninu, þreif byssuna
í aöra höndina og stokkandar-
stegginn í hina, hristi af mér
drungann og lagöi af staS. Ég veit
ekki, hvernig á því hefir staöiS, en
einhvern veginn fannst mér, aö
hver mínúta væri dýrmæt, aö allt
væri undir því komiS aö' hraöa sér
heim til félaganna og gleyma þess-
ari döpru auön, sem virtist draga
úr manni allan þrótt, hola mann
innan og skilja einungis eftir fá-
nýtt og fjörvana hismi.
En þegar ég hafSi gengiö nokkra
faóma, duttu fyrstu regndroparnir
ofan úr skýjunum. Golan skrjálaöi
í brokinu og bar fljótsniöinn áleiö-
is til öræfafjallanna eins og leyni-
legan boöskap, sem henni heföi
veriö trúaö fyrir. Öræfafjöllin
huldust blýgrárri þoku, þvi aö
skýin hengu ekki lengur utan í
eggjum þeirra: skýin leituöu niöur
á viS, leituöu til flatneskjunnar,
eins og þau létu sér ekki nægja
aS hernema fjöllin, heldur vildu
þau einnig ná tangarhaldi á flatn-
eskjunni. Bara hann skelli ekki á
mig þoku, hugsaöi ég óttasleginn,
en huggaöi mig viS þaö, aö austan-
þræsingurinn myndi blása undii'
hana fyrst um sinn og halda henní
á lofti.
Mikill dæmalaus asni gat ég ver-
iS aS eltast viS þessi andarhjón!
Félagar mínir voru áreiöanlega
komnir heim til bæjarins. Nú sátu