Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 96
254
D V Ö L
við mig í raun og veru? hugsaði
Bontje.
— Þú getur látið vera að fara
með dylgjur um aöra, mælti for-
setinn í ávítunarróm.
— Hún taldi eftir sérhvern bita,
er hún lét af. hendi við hann ....
kastaði í hann gömlu og mygluöu
brauði og beinum, er hann skyldi
neyta, en sjálf drakk hún kaffi og
rjóma —.
— Reyndu að komast að kjarna
málsins, hrópaði forsetinn.
— En hún taldi það ekki eftir.
sér aö leggja hendur á hann.
tötrarnir, er hann bar, skýldu ekki
áverkum þeim, er hún veitti hon-
um. — Hann hjó brenni fyrir hana
á vetrum, í frostum og stórviðrum,
enda þótt hann væri berfættur og
hinar litlu hendur hans yllu vart
öxinni og bjálkunum......Oft of-
reyndi hann sig og kól við iðju
þessa, og þó var hann jafnan
þögull um raunir sínar — meira
að segja við föður sinn.
— Drykkjurútinn, varð hinum
himneska ákæranda aö orði, og
það fór hrollur um Bontje.
— Hann lét aldrei æðruorð falla,
þannig lauk verjandinn máls-
greininni.
— Og hann var jafnan einmana,
hóf hann máls að nýju. — Hann
átti enga félaga, enga vini, naut
engrar menntunar............ Hann
eignaðist aldrei ný klæði né önnur
jarðnesk gæði.
— Við krefjumst staðreynda,
mælti forsetinn af þjósti einu
sinni enn.
— Hann mælti ekki orð frá vör-
um, þótt hinn ofurölva faðir hans
þrifi í hár honum og ræki hann
á dyr um hánótt í stórhríð. Þög-
ull reis hann á fætur í snjónum
og hljóp af augum þangað, sem
fætur hans báru hann..............
Hann var ávallt hljóður og hóg-
vær, þrátt fyrir allar þessar raun-
ir. Þótt hann þjáðist af hungri,
bað hann aðeins með augunum.
— Loksins, um regnþunga og
drungalega nótt að vorlagi, kom
hann til stórrar borgar. Hann
hvarf í mannfjöldann eins og
dropi, sem fellur í hafið, og þó
gisti hann fangelsi þessa sömu
nótt.....En hann var þögull og
spurði þess eigi, hvaða sökum
hann væri borinn. Hann kvaddi
fangelsið og lagði fyrir sig hin
erfiðustu störf. Og þó var hann
þögull.
— Það var jafnvel erfiðara að
fá starfa en leysa hann af höndum
— og þó var hann þögull.
Þótt kaldur sviti sprytti fram á
enni honum, þótt hann léti bug-
ast undir þungri byrði og liði hið
sárasta hungur — var hann þög-
ull.
Þótt hann væri ataður auri, væri
hafður að háði og spotti og yrði
að leggja leið sína með þungar
byrðar yfir fjölfarin stræti og
hefði dauðann löngum á næsta
leiti, var hann þögull.