Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 101
D VOL
259
Dölum vestur af Þórarni Jóns-
syni. Síðar um vorið vógu synir
fyrnefnds Páls í Langavatnsdal,
tvo menn, er þeir kenndu atvist
um víg föður síns, hét Halldóc
hvortveggi.“ Hvernig skilja ber
frásögn þessa, er óljóst og veröur
eigi séð af henni, hvort þá hefir
verið byggð í dalnum eða ekki.
í Fornbréfasafninu er til kaup-
bréf fyi-ir Hrafnabjörgum í Hörðu-
dal frá árinu 1393. Segir þar, að
jörðin eigi beitiland fyrir 20 geld-
fjárkúgildi á Langavatnsdal og
bendir það til þess, að þá hafi
engin byggð verið þar lengur.
Arni Magnússon getur um þrjú
eyðibýli á dalnum í jarðamatsbók
sinni og eru þau: Borg, Vatnsendi
og Hafursstaðir.
Brynjólfur Jónsson frá Minna-
Núpi rannsakaði hina fornu byggð
Langavatnsdals og er ýmsan fróð-
leik að finna þar að lútandi í
skýrslu hans í Árbók Fornleifafé-
lagsins. Aðalheimildarmaður Bryn-
jólfs var Halldór Bjarnason bóndi
í Litlu-Gröf í Borgarhreppi. Hann
var maður vel greindur og fróður.
Hann hafði í hyggju að reisa ný-
býli á Langavatnsdal, en Borg-
hreppingar lögðust á móti því, þar
eð þeir áttu afrétt á dalnum. Hjá
Halldóri dvaldi um nokkurt skeið
kerling ein, er Halldóra hét Guð-
mundsdóttir frá Hlöðutúni (f.
1766). Hún hafði oft farið í æsku
sinni til grasa á Langavatnsdal
og hafði þá heyrt ýmislegt varð-
andi sögu hans. Taldi hún, að þar
hefðu verið 14 bæir, en eigi vissi
hún önnur nöfn en þau, sem hér
greinir: Vatnsendi, er stóð milli
tveggja gilja rétt innan við norð-
urenda Langavatns, vestan meg-
in í dalnum. Hafursstaðir í mynni
Hafradals, á vesturbakka Hafra-
dalsár. Sópandi, er stóð undir
Þrúðufelli. Borg, er stóð á hóli aust-
an megin í dalnum, nokkuð inn af
vatninu og var þar kirkjustaöur.
Ennfremur Brennunes, sem óvíst
er hvar hefir verið. Kerling kvaðst
einnig hafa heyrt getið um 2 bæi
á Beylárvöllum, en þeir eru í dal-
dragi, sem liggur upp frá suð-
austurhorni Langavatns. Fleiri
bæjanöfn þekkti hún ekki. Auk
þeirra bæja, er hér hafa verið
nefndir, voru Torfhvalastaðir
sums staðar nefndir Torfastað-
ir), sem Brynjólfur Jónsson telur
að hafi staðið undir Rauðhól,
Hurðarbak og sel Þorsteins Egils-
sonar, Þorgilsstaðir.
Halldóra Guðmundsdóttir, sú
sem áður er nefnd, sagði, að Borg
hefði verið mesta jörðin og væri
sennilega sama og landnámsjörð
Bersa goðlauss, Torfhvalastaðir;
næstmestu jörðina taldi hún Haf-
ursstaði.
Fáar eru þær sögusagnir, er ég
hefi heyrt af hinum fornu íbúum
Langavatnsdals. Talið er, að Borg
hafi verið annexía frá Hítardal og
er það sennilegt, því stutt er þar
á milli, en yfir örðug fjöll að fara.
Sagt er, að eitt sinn hafi Hítar-
dalsprestur, Guðmundur að nafni,