Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 76
234
D VÖL
Þar með röðuðu þeir sér í hálf-
hring umhverfis blettinn, þar sem
grafið hafði verið, og rufu síðan
loftkyrrðina með hinum alkunna
sálmi númer sextán í bók þeirri,
er þeir fóru eftir. Valdi Lot hann,
sem þann, er einna bezt hentaði
tækifærinu og hugarástandi þeirra:
Hann kemur frelsi að færa þeim.
er fjötra Satans bönd.
„Búið með það — aldrei höfum
við sungið dauðum manni fyrr,“
sagði Cattstock, þegar þeir höfðu
lokið síðasta versinu og stóðu
nokkur augnablik hugsandi. „En
það er eins og að það sé meiri
miskunsemi í því en að fara burt
og skilja hann eftir, eins og hinir
lurkarnir gerðu.“
„Nú skulum við halda af stað til
Newton, og um það leyti, sem við
erum komnir á móts við prestsetr-
ið. verður klukkan orðin hálf-eitt,“
sagði söngstjórinn.
En þeir voru ekki meir en bún-
ir að taka upp hljóðfærin sín, þeg-
ar vindurinn bar þeim til eyrna
hljóð ökutækis, sem nálgaðist. hratt
upp tröðina frá Sidlinch, þá sömu
og grafarnir höfðu nýlega haldið
heimleiðis. Til þess að verða ekki
fyrir vagninum á göngu sinni, biðu
þeir, unz náttfarinn, hver sem
hann var, væri farinn fram hjá,
og stóðu á krossgatnasvæðinu, því
að þar var rýmra.
Eftir hálfrar mínútu bið, lýstu
skriðljósin upp lítinn leiguvagn,
sem kófsveittum hesti og þreyttum
var beitt fyrir. Þegar hann var
kominn á móts við götunafna-
stólpann, var kallað úr vagninum:
„Stanzaðu hérna!“ Ökumaðurinn
tók í taumana. Þá voru vagndyrnar
opnaðar innan frá, og út stökk ó-
breyttur dáti í búningi einnar
hinna föstu herdeilda. Hann leit
í kringum sig, og það virtist koma
honum á óvart að sjá söngvarana
þarna.
„Hafið þið jarðað mann hérna?“
spurði hann.
„Nei. Við erum ekki frá Sidlinch,
guð’ sé lof; við erum kórinn frá
Newton. En satt er það, að það er
nýbúið að grafa mann hérna; og
við vorum að syngja sálm yfir
kroppi mann-aumingjans. Hvað er
þetta — sé ég það rétt, að þarna
sé frammi fyrir mér ungi maðurinn
hann Lúkas Holway, sem fór með
herdeildinni sinni til Austur-India.
eða sé ég svip hans kominn beint
af orrustuvellinum? Ert þú sonur-
inn, sem skrifaði bréfið--“
„Gerðu það fyrir mig, spurðu mig
ekki. Er þá jarðarförin um garð
gengin?"
„Það var ekki nein jarðarför, í
kristilegum skilningi að tala. En
grafinn er hann, ekki er um það
að villast. Þú hlýtur að hafa mætt
mönnunum, sem fóru aftur með
kerruna tóma.“
„Eins og hundur i móa. og allt
mín vegna.“
Hann stóð þegjandi, horfði á
leiðið, og þeir gátu ekki að sér gert
að kenna I brjósti um hann. „Vinir
mínirsagði hann, „ég skil betur