Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 80
m
OVÖL
Lúkas mundi aldrei koma aftur,
og þessi hugmynd styrktist við
sagnir, sem af því gengu, hvílíkt
afhroð herinn hefði beðið á Spáni.
Þær stuðluðu að því að staðfesta
þá í athafnaleysinu. Legsteinninn
fékk á sig grænan lit, þar sem
hann lá undir runnunum hans
Esra. Svo kom ofviðri og tré féll
niðri við ána, lenti á steininum og
braut hann í þrennt. Að lokum
grófust brotin í laufdyngju og jörð.
Lúkas var ekki upprunninn i
Chalk-Newton, og átti enga ætt-
ingja á lífi í Sidlinch, svo að hvor-
ugu þorpinu bárust neinar fregnir
af honum allan stríðstímann. En
eftir orrustuna við Waterloo og
uppgjöf Napoleons, kom einn góð-
án veðurdag til Sidlinch enskur
flokksfyrirliði af efsta stigi með ó-
tal heiðursorðum og, eins og í ljós
kom, frægðum-fjáður. Herþjón-
ustan erlendis hafði svo gerbreytt
Lúkasi Holway, að það var ekki fyrr
en hann hafði sagt til nafns síns,
að þorpsbúar könnuðust við hann
sem einkason flokksfyrirliðans.
Hann hafði barizt af óbilandi
hreysti alla styrjöldina á Spáni
undir Wellington: verið í orrust-
unum við Busaco, Fuentes d’Onoro,
Cindad Rodrigo, Bajadoz, Sala-
manca, Vittoria, Quatre Bras og
Waterloo. Og nú var hann kominn
aftur til þess að njóta í ró í heima-
högum þeirra eftirlauna, sem hann
hafði meir en unnið til.
Hann stanzaði ekki í Sidlinch
öllu lengur en á meðan hann neytti
máltiðar eftir komuna þangað.
Sama kvöldið fór hann fótgang-
andi yfir ásinn áleiðis til Chalk-
Newton, og fór þá framhjá götu-
nafna-stólpanum. „Guði sé lof, að
hann er ekki þarna,“ sagði hann,
þegar hann leit á staðinn. Það var
komið undir dagsetur, þegar hann
kom inn í þorpið, þangað sem ferð-
inni var heitið, en hann fór rak-
leiðis út í kirkjugarðinn. En þó að
hann leitaði bæði i fremri hlutan-
um, sem lá út að götunni, og í hin-
um endanum út að ánni, gat hann
ekki fundið það, sem hann leitaði
að — leiði Holways flokksfyrirliða
og minnismerki áletrað: „Ég er ekki
verður að heita sonur þinn.“
Hann fór út úr kirkjugarðinum
til þess að spyrjast fyrir. Hinn vel-
æruverðugi og háæruverðugi prest-
ur var látinn, og svo var einnig um
marga úr söngflokknum. En smám-
saman fékk flokksfyrirliðinn að
vita, að faðir hans lægi enn við
krossgöturnar í Löngu-eskitröð.
Lúkas hélt heimleiðis í þungu
skapi, og að reglulegum hætti hefði
hann orðið að fara fram hj á staðn-
um á ný, því að annar vegur lá
ekki á milli þessara þorpa. En hon-
um var nú ekki unnt að fara fram-
hjá þeim stað, sem hrópaði til hans
ásakanir með rödd föður hans.
Hann fór því yfir girðinguna og
reikaði krókaleið yfir plóglöndin til
þess að forðast vettvanginn. í
margri þraut og mannraun hafði
Lúkas fengið styrk af þeirri hugs-
un, að hann væri að reisa við heið-