Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 46
204
D VÖL
harðnar hugur hans, og hann
syngur kveðjuljóð til suðursins.
Ljóð hans verður að söng um
horfið land, mótþróaljóð, neisöng-
ur, kveðinn í ofmetnaði sársauk-
ans. Og síðan heldur hann áfram
leiðar sinnar — norður. ,
Kjör hans eru allt annað en
góð. Hann er eldsdýrkandi án elds,
skógarmaður án skóga. Þannig
byrjar hann líf sitt á jörðinni sem
maður. Hann þarf að byrja frá
rót, einn og nakinn á hinni köldu
jörð.
Áður en varir brestur á hann
hríðarveður. Jörðin og loftið renna
saman í eitt fyrir augum hans.
Hann veiðir elgsdýr, drekkur blóð
þess eins og hann torgar og sofn-
ar inni undir hlýjum kroppi þess.
Hiti þess fjarar út á fáum stund-
um, og Drengur vaknar kaldur og
stirður inni undir hræinu, en líf-
inu var borgið þessa nóttina. Dag-
inn eftir er glaðasólskin. Hann sér
fjallið heilaga í suðurátt. Það
glampar á mjöllina á toppi þess.
Hinn eilífi eldur þess er horfinn,
og hinn eilífi snær er tekinn við.
Drengur heldur áfram. Það
verður kaldara og kaldara. Dag-
arnir eru langir og næturnar ei-
lífðartími í meðvitund hans. Hann
þarf að hafa sig allan við til þess
að halda lífi. Hann lærir smám
saman að þekkja eðli íssins og
snævarins, og hann hefði ekki lif-
að, ef neyðin hefði ekki knúð
hann til þess að hugsa, leita að
ráðum og kennt honum að hag-
nýta þau og muna. Það er eins og
norðanstormurinn segi án afláts:
—- Hjálpaðu þér sjálfur!
Eina frostnótt finnur hann, að
hann muni ekki lifa til morguns.
Hann liggur undir klökugum
steini, og þegar hann er nær
dauða en lífi, rís hann á fætur
og skríður inn í bjarnarhíði, sem
hann veit af í grenndinni.
Hann grætur lítið eitt, þegar
hann kemur inn í ylinn, því að
þessi hola, og þefurinn inni í
henni, minnir hann á móður sína
og fæðingarstaðinn í frumskógin-
um, þar sem ætið lá fyrir utan
innganginn og rotnaði í hitanum.
Honum finnst eins og hann sé
kominn heim, leggst niður við hlið
bjarnarins og sofnar. En björninn
vaknar, þefar af gestinum og
byrjar að narta í hann. Þeir glíma,
og Drengur ber sigur af hólmi, því
að hann hefir vopnið. Síðan drekk-
ur hann blóð dýrsins, opnar hol
þess, veltir innyflunum út, skríð-
ur inn í skrokkinn og sefur til
morguns. Þegar bjart er orðið,
flær hann björninn, heldur af
stað og dregur skinnið með sér.
Næstu nótt sefur hann undir
steini með skinnið utan um sig,
og eftir það hefir hann það með
sér. Nú líður honum sæmilega á
nóttunni, og áður en langt líður
hefir hann lært að vefja skinn-
inu utan um sig og hafa það til
skjóls, einnig á daginn. Fótunum
hlífir hann með skinninu af
hrömmum bjarnarins, og eftir