Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 46

Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 46
204 D VÖL harðnar hugur hans, og hann syngur kveðjuljóð til suðursins. Ljóð hans verður að söng um horfið land, mótþróaljóð, neisöng- ur, kveðinn í ofmetnaði sársauk- ans. Og síðan heldur hann áfram leiðar sinnar — norður. , Kjör hans eru allt annað en góð. Hann er eldsdýrkandi án elds, skógarmaður án skóga. Þannig byrjar hann líf sitt á jörðinni sem maður. Hann þarf að byrja frá rót, einn og nakinn á hinni köldu jörð. Áður en varir brestur á hann hríðarveður. Jörðin og loftið renna saman í eitt fyrir augum hans. Hann veiðir elgsdýr, drekkur blóð þess eins og hann torgar og sofn- ar inni undir hlýjum kroppi þess. Hiti þess fjarar út á fáum stund- um, og Drengur vaknar kaldur og stirður inni undir hræinu, en líf- inu var borgið þessa nóttina. Dag- inn eftir er glaðasólskin. Hann sér fjallið heilaga í suðurátt. Það glampar á mjöllina á toppi þess. Hinn eilífi eldur þess er horfinn, og hinn eilífi snær er tekinn við. Drengur heldur áfram. Það verður kaldara og kaldara. Dag- arnir eru langir og næturnar ei- lífðartími í meðvitund hans. Hann þarf að hafa sig allan við til þess að halda lífi. Hann lærir smám saman að þekkja eðli íssins og snævarins, og hann hefði ekki lif- að, ef neyðin hefði ekki knúð hann til þess að hugsa, leita að ráðum og kennt honum að hag- nýta þau og muna. Það er eins og norðanstormurinn segi án afláts: —- Hjálpaðu þér sjálfur! Eina frostnótt finnur hann, að hann muni ekki lifa til morguns. Hann liggur undir klökugum steini, og þegar hann er nær dauða en lífi, rís hann á fætur og skríður inn í bjarnarhíði, sem hann veit af í grenndinni. Hann grætur lítið eitt, þegar hann kemur inn í ylinn, því að þessi hola, og þefurinn inni í henni, minnir hann á móður sína og fæðingarstaðinn í frumskógin- um, þar sem ætið lá fyrir utan innganginn og rotnaði í hitanum. Honum finnst eins og hann sé kominn heim, leggst niður við hlið bjarnarins og sofnar. En björninn vaknar, þefar af gestinum og byrjar að narta í hann. Þeir glíma, og Drengur ber sigur af hólmi, því að hann hefir vopnið. Síðan drekk- ur hann blóð dýrsins, opnar hol þess, veltir innyflunum út, skríð- ur inn í skrokkinn og sefur til morguns. Þegar bjart er orðið, flær hann björninn, heldur af stað og dregur skinnið með sér. Næstu nótt sefur hann undir steini með skinnið utan um sig, og eftir það hefir hann það með sér. Nú líður honum sæmilega á nóttunni, og áður en langt líður hefir hann lært að vefja skinn- inu utan um sig og hafa það til skjóls, einnig á daginn. Fótunum hlífir hann með skinninu af hrömmum bjarnarins, og eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.