Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 44
202
D VÖIi
Var það ef til vill þaðan, sem
kuldinn kom? Óvinurinn virtist
búa hátt uppi; líklega var hann
ekki manns meðfæri.
Drengur fann ekki hinn mikla
andstæðing sinn og erkióvin þenna
dag; um kvöldið sneri hann við og
hélt aftur þangað, sem hann hafði
skilið við félaga sína um morgun-
inn. Hann sá klettinn álengdar,
sem þeir höfðu verið við. Hann
furðar sig á, að enginn reykur er
sýnilegur. Hann staðnæmist og
hræðileg hugsun gagntekur hann.
Svo hleypur hann upp að klettin-
um löngum skrefum. Þar er eng-
inn, og bálið er dautt.
Og .... þeir eru farnir.
Drengur leggur af stað á eftir
þeim og rekur slóð þeirra. Það er
mjög auðvelt, og hann getur farið
á harða hlaupum. En nú tekur að
dimma. Hann er hryggur og græt-
ur. Hann er hræddur við að vera
einn í myrkrinu og hræddur um
félaga sína. Ef til vill höfðu þeir
farizt í skóginum, drukknað eða
sokkið niður í fenin. En loks náði
hann þeim, þar sem þeir sátu í
þéttum hnapp í helli einum og
kveinuðu aumkunarlega. Drengur
heyrði til þeirra langt álengdar,
staðnæmdist og kallaði til þeirra,
kallaði til þeirra í sínum blíðasta
rómi, að hann sé að koma. Þeir
þagna; og Drengur heldur áfram
og s'nöktir að gleði.
En þegar hann er kominn fast
að þeim rísa þeir allir upp sem
einn maður og orga á móti honum
ókvæðis- og ógnunarorðum. Þeir
ranghvelfa augunum, sveifla kylf-
unum, og sumir eru með steina í
höndunum. Svona eru þeir vanir
að fæla burtu úlfa og sverðbera,
sem gerast nærgöngulir. Hingað
til hafði hann verið einn af hópn-
um við slík tækifæri. Nú er þessu
öllu beint gegn honum.
,,Já, en þetta er ég,“ kallar hann
með viðkvæmni í rómnum, færir
sig lítið eitt nær og breiðir úr sér,
svo að allir geti séð, hver þetta er.
Ójá, þetta er einmitt hann. Stein-
arnir hvína umhverfis hann, og
einn stór steinn hittir hann í mitt
brjóstið.
Drengur verður reiður. Að vísu
finnur hann, að hann á hegningu
skilið. Hann hafði látið eldinn
deyja. En hafði hann ekki verið að
hugsa um velferð þeirra? Þurftu
þeir endilega að ætla honum allt
það versta. Og hver var það, sem
kastaði þessum þunga steini? Það
sá Drengur bráðlega. Einn þeirxa
gekk fremstur og æpti hæst af
öllum, að hann væri eldslökkvar-
inn, níðingurinn. — Þetta var
Gjúki, bezti vinurinn, sem Drengur
átt.i. Drengur fer að eiga örðugt
með að stilla sig og fnæsir. Samt
reynir hann að skýra fyrir þeim,
hvers vegna hann hafi yfirgefið
þá. Gátu þeir ekki skilið hann?
Ekki einu sinni Gjúki. — En þeir
hlusta ekki á hann, Gjúki sizt af
öllum, og Drengur fær enn þá einn
stein. Þá getur hann ekki stillt
sig lengur. Hann snarast að Gjúka