Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 24
182 D VÖL röddin? Guð minn góður! Ég þekkti hana ekki, hún var hás og skræk eins og vein í særðu dýri. Munn- vatnið storknaði uppi í mér, varð þykkt og rammt, kalt og salt eins og pækill. Hjartað hoppaði í brjóst- inu, og þungur feiknstafahljómur niðaði i eyrunum, en dauðans ang- ist spennti mig voðagreipum. Mér fannst allt vera glatað, dagar mínir á jörðinni taldir, en miskunnarlaus tortímingin framundan, mold og auðn framundan, stöðvun hjart- ans, útfiri blóðsins, upplausn í æð- um, rotnun í holdi og eyðingaráta í beinum. Sérhver hugsun og til- finning yfirgaf mig; ég fleygði frá mér haglabyssunni og tók til fót- anna. Ég hljóp eins og óður maður, hnaut um þúfur, skall kylliflatur í keldur, hentist aftur á fætur, hras- aði á ný, reif mig á lyngkvistum, þeyttist fram af móabörðum, valt ofan brekkur, gnísti tönnum, emj- aði og stundi, æpti og ýlfraði eins og skepna, en hljóp viðstöðulaust áfram gegnum myrkrið og rigning- una. Ég kom aftur til sjálfs mín, þeg- ar ég stóð á bæjarstéttinni og sá vingjarnlegt ljósið í glugganum á gestastofunni. Ég æddi inn göngin, reif upp dyrnar og staðnæmdist ekki, fyrr en á miðju gólfi, stað- næmdist ekki, fyrr en ég sá andlit mitt í speglinum á þilinu. Ég starði eitt andartak í blóðhlaupin og tryllingsleg augu mín, en leit síðan seinlega í kringum mig eins og ég vaknaði upp af hryðjusvefni. Ég strauk hendinni um blautt hárið. Félagar mínir sátu saddir og reykj- andi við stofuborðið, en matarílát- in höfðu ekki verið tekin burtu. Gamli bóndinn hnipraði sig sam- an á kistubákninu og horfði á mig með opinn munn. Ljóshærða stúlk- an studdi sig við skattholið, náföl og starandi. Haglabyssan og riffl- arnir voru í einu horninu ásamt ferðadótinu okkar. Það blikaði á olíusmurð hlaupin. Læknirinn rauf þögnina með dillandi hlátri, en samstundis hurfu leifar galdursins og allt varð eðlilegt eins og ekkert hefði gerzt. „Hvað er þetta, vinur minn,“ sagði læknirinn. Ertu orðinn vit- laus? Skárri er það nú útreiðin, ho-ho-ho! Varstu hræddur? Hef- urðu glímt við draug?“ Bleytan og forið lak niður á ný- þvegið gólfið, en ég skeytti því engu. Ég var ennþá sprengmóður eftir hlaupin og hafði viðbjóðslegt óbragð í munninum. Ég gekk að borðinu, hellti konjaki í blikkstaup og tæmdi það í einum teyg. ..Heyrðu, vinur minn,“ sagði læknirinn. „Hvernig stendur á þessu? Hvað hefurðu gert við byss- una þína?“ Ég svaraði honum ekki, en fékk mér annað staup af konjaki og blés allshugar feginn. „Heyrðu, vinur minn! Skauztu nokkuð?" spurði læknirinn ertnis- lega, og ljósið glampaði á dökkri skeggrótinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.