Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 24
182
D VÖL
röddin? Guð minn góður! Ég þekkti
hana ekki, hún var hás og skræk
eins og vein í særðu dýri. Munn-
vatnið storknaði uppi í mér, varð
þykkt og rammt, kalt og salt eins
og pækill. Hjartað hoppaði í brjóst-
inu, og þungur feiknstafahljómur
niðaði i eyrunum, en dauðans ang-
ist spennti mig voðagreipum. Mér
fannst allt vera glatað, dagar mínir
á jörðinni taldir, en miskunnarlaus
tortímingin framundan, mold og
auðn framundan, stöðvun hjart-
ans, útfiri blóðsins, upplausn í æð-
um, rotnun í holdi og eyðingaráta
í beinum. Sérhver hugsun og til-
finning yfirgaf mig; ég fleygði frá
mér haglabyssunni og tók til fót-
anna.
Ég hljóp eins og óður maður,
hnaut um þúfur, skall kylliflatur í
keldur, hentist aftur á fætur, hras-
aði á ný, reif mig á lyngkvistum,
þeyttist fram af móabörðum, valt
ofan brekkur, gnísti tönnum, emj-
aði og stundi, æpti og ýlfraði eins
og skepna, en hljóp viðstöðulaust
áfram gegnum myrkrið og rigning-
una.
Ég kom aftur til sjálfs mín, þeg-
ar ég stóð á bæjarstéttinni og sá
vingjarnlegt ljósið í glugganum á
gestastofunni. Ég æddi inn göngin,
reif upp dyrnar og staðnæmdist
ekki, fyrr en á miðju gólfi, stað-
næmdist ekki, fyrr en ég sá andlit
mitt í speglinum á þilinu. Ég starði
eitt andartak í blóðhlaupin og
tryllingsleg augu mín, en leit síðan
seinlega í kringum mig eins og ég
vaknaði upp af hryðjusvefni. Ég
strauk hendinni um blautt hárið.
Félagar mínir sátu saddir og reykj-
andi við stofuborðið, en matarílát-
in höfðu ekki verið tekin burtu.
Gamli bóndinn hnipraði sig sam-
an á kistubákninu og horfði á mig
með opinn munn. Ljóshærða stúlk-
an studdi sig við skattholið, náföl
og starandi. Haglabyssan og riffl-
arnir voru í einu horninu ásamt
ferðadótinu okkar. Það blikaði á
olíusmurð hlaupin.
Læknirinn rauf þögnina með
dillandi hlátri, en samstundis
hurfu leifar galdursins og allt varð
eðlilegt eins og ekkert hefði gerzt.
„Hvað er þetta, vinur minn,“
sagði læknirinn. Ertu orðinn vit-
laus? Skárri er það nú útreiðin,
ho-ho-ho! Varstu hræddur? Hef-
urðu glímt við draug?“
Bleytan og forið lak niður á ný-
þvegið gólfið, en ég skeytti því
engu. Ég var ennþá sprengmóður
eftir hlaupin og hafði viðbjóðslegt
óbragð í munninum. Ég gekk að
borðinu, hellti konjaki í blikkstaup
og tæmdi það í einum teyg.
..Heyrðu, vinur minn,“ sagði
læknirinn. „Hvernig stendur á
þessu? Hvað hefurðu gert við byss-
una þína?“
Ég svaraði honum ekki, en fékk
mér annað staup af konjaki og blés
allshugar feginn.
„Heyrðu, vinur minn! Skauztu
nokkuð?" spurði læknirinn ertnis-
lega, og ljósið glampaði á dökkri
skeggrótinni.