Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 114
■m
þaö, hvers vegna menn voru að
hafa gler í gluggunum, þegar þeir
breiddu svo fyrir þá gluggatjöld,
hvers vegna verið var að hita upp
húsin, en hafa þó opna gluggana
til þess að hleypa hitanum út.
Pearl S. Buck er mikils metin
sem rithöfundur, bæði meðal
enskumælandi þjóða og víðar um
heim. Hún hefir ritað margar
skáldsögur og einnig mikið af smá-
sögum, sem birzt hafa i blöðum og
tímaritum um víða veröld og hlot-
ið góða dóma. Fáir enskir höfund-
ar, þeir er öndvegi skipa á bók-
menntasviðinu, hafa öðlazt meiri
vinsældir meðal íslenzkra lesenda.
Aðeins tvær af skáldsögum henn-
ar hafa verið þýddar og gefnar út
í bókarformi hér á landi: „Gott
land“ og „Austan vindar og vest-
an“, sem ég hefi áður minnzt á.
En þar sem enskukunnátta er
orðin svo almenn hér, munu
margir hafa lesið aðrar bækur
hennar á frummálinu. Nokkrar af
smásögum hennar hafa og verið
þýddar á íslenzku. En þó að hún
hafi skrifað allmikið af smásög-
um, telur hún sig þó fyrst og
fremst skáldsagnahöfund, enda
hefir hún lagt mesta rækt við þær.
Pearl Buck hefir verið eftirsóttur
höfundur meðal amerískra útgef-
enda og hefir hana ekki skort til-
boð í útgáfu á ritum sínum. Engin
bók hafði selzt jafn vel og „Gott
land“ né verið tekið jafn vel til
lengdar síðan „Quo vadis“ kom út
35 árum áður. Mun sú bók hafa átt
D völ
mikinn þátt i því, að höfundurinn
fékk Nóbelsverðlaun árið 1938.
í bókum Pearl Buck koma mjög
skýrt fram vinátta hennar og
tryggð við Kínverja og skilningur
á lífi þeirra og kjörum. Enginn
gæti skilið þá betur en hún,
sem hefir tekið þátt í sorgum
þeirra og gleði, meðlæti og mót-
læti, og vaíalaust eiga þeir samúð
hennar óskipta í þeirri baráttu, er
þeir verða nú að heyja fyrir frelsi
sínu, menningu og friði. Sjálf er
hún einlægur friðarvinur og finn-
ur til samúðar með þeim smáu og
undirokuðu og vill rétta þeim
hjálparhönd í vörn þeirra gegn
kúgurunum.
Peaxi Buck hefir ekki látið sér
nægja að fást við skáldskapinn
eingöngu. Hún hefir jafnframt
skrifað fjölda af greinum í blöð og
tímarit. Hún er frjálslynd í skoð-
unum og berst óhikað fyrir þeim
málstaö, sem hún telur beztan.
Ég hefi nú í fáum dráttum rakið
helztu atriðin í skáldferli Pearl
Buck og lítillega minnzt á sum rit
hennar. Hún átti 50 ára afmæli á
fyrra ári og fannst mér tilhlýði-
legt, að þess yrði lítillega minnzt
hér á landi, þar sem við íslend-
ingar þekkjum hana og ritstörf
hennar sennilega miklu betur en
hana órar fyrir. — Sjálfsagt verða
rit hennar lesin hér, fólki til gagns
og ánægju, enn um langa hríð, og
ef til vill eigum við eftir að eign-
ast fleiri bækur hennar á íslenzku
áður en lýkur.