Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 29
DVÖL
187
ég án hans, þá þarf hann ekki að
hafa samvizkubit. Lesið nú þetta
bréf.“
Ég vildi alls ekki verða við bæn
hennar, en samt sem áður byrjaði
ég að lesa: „Elsku Alfred!“
,,Það datt mér í hugsagði hún.
„Það er elsku Alfred hennar Elísu.
Hvernig segir maður það á
frönsku? Elísa?“
Ég lét hana heyra framburðinn,
og hún endurtók nafnið með mik-
illi fyrirlitningu — Elísa.
„Haldið áfram! Því lesið þér
ekki?“
Ég byrjaði aftur. „Ég hugsa
stundum um þig. Hugsar þú nokk-
urn tíma um mig? —“
„Jú. sjálfsagt, og ýmsar fleiri,
gæti ég trúað,“ sagði frú Goyte.
„Sennilega ekki,“ sagði ég og hélt
áfram lestrinum: „Lítið barn
fæddist hér fyrir viku. Ó, ég get
ekki lýst tilfinningum mínum,
þegar ég hampa litla bróður mín-
um á örmum mér.“
„Ég er viss um, að hann á krakk-
ann,“ hrópaði frú Goyte.
„Nei,“ sagði ég. „Móðir hennar
á hann.“
„Þér skuluð ekki trúa því. Það
er lýgi,“ hrópaði hún. „Hún á hann
sjálf — og hann. Það megið þér
vita.“
„Nei,“ sagði ég. „Móðir hennar á
hann. — Augun eru falleg og bros-
hvr, en þau eru ekki eins og fall-
egu, ensku augun þín —“
Allt í einu skellti hún á lærið
og krepptist saman af hlátri. Svo
rétti hún úr sér og fól andlitið í
höndum sér.
„Ég get ekki annað en hlegið að
þessu, fallegu, ensku augunum
hans,“ sagði hún.
„Hefir hann ekki falleg augu?“
spurði ég.
„Jú, ákaflega. En haldið áfram!
— Kó-óngur, elsku Kó-óngur.“
Þetta síðasta sagði hún við pá-
fuglinn.
„Og — við söknum þín mjög. Við
söknum þín öll. Gaman væri, ef þú
gætir komið og séð blessað litla
barnið. Ó, Alfred, hve við vorum
hamingjusöm, þegar þú varst. hér.
Við dáðum þig öll. Mamma ætlar
að láta drenginn heita Alfred, svo
að við gleymum þér aldrei. —“
„Auðvitað á hann krakkann,“
hrópaði frú Goyte.
,,Nei,“ sagði ég. „Móðlr hennar
á hann. — Og mömmu líður vel.
Pabbi kom heim í gær í orlofi.
Hann réði sér ekki fyrir fögnuði
yfir syni sínum, litla bróður min-
um, og vill líka, að hann verði kall-
aður Alfred, af því að þú varst okk-
ur öllum svo góður á þessum hörm-
ungatímum, sem ég mun aldrei
gleyma. Ég get ekki tára bundizt,
þegar ég hugsa um það. En
nú ertu kominn langt í burtu, til
Englands, og ef til vill sé ég þig
aldrei framar. Hvernig leið for-
eldrum þínum, þegar þú komst
heim? Ég er svo fegin, að sár þín
skuli vera að gróa, og þú skulir
vera byrjaður að ganga um —“.
..Hvernig liður blessaðri konunní