Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 51
D VÖL
ISliudi maðnriun
Eftir Sigurd JHLoel
Egill Bjarnason þýddi
209
T OKS nam lestin staðar við litlu
járnbrautarstöðina. Blindi
maðurinn stóð á fætur og þreifaöi
fyrir sér eftir dyrunum. Einn af
lestarþjónunum studdi hann, og
hjálpsamar hendur réttu honum
farangurinn. Menn kvöddu hann
með samúð og hlýleik í röddinni.
„Verið þér sælir og líði yður vel.“
Síðan varð ofurlítil þögn, en brátt
og mæðu, lærði ég að meta það ein-
falda. í þröngu húsi undir gras-
sverðinum á sá þreytti heima.“
Það leið dagur og nótt án þess
að Drengur kæmi út, og enginn
þorði að fara inn til hans. En þeir
heyrðu hann kveða.
„Þegar ég var barn, týndi ég
brauðaldin, þar sem ísbáknin hylja
nú berar klappir. — Þeir, sem síðar
koma, munu þrá landið, sem ég
sá hverfa.“
Og þriðja daginn heyrðu þeir
hann kveða með veikri rödd:
„Ég þrái vatnið mikla, sem ég sá,
þegar ég var ungur. Enginn strönd
var handan við það. Minningin sef-
ar huga minn. Mætumst við þar,
Móa?“
Vikur liðu þar til þeir þorðu
að þekja hauginn með grasrót.
hófu farþegarnir umræður um
daginn og veginn.
„Varið yður! Hérna eru tvö
þrep,“ sagði lestarþjónninn. Hress-
andi vindblær blés um andlit
blinda mannsins, og þá vissi hann,
aö hann var kominn út á stöðvar-
pallinn. Það var tekið í hönd hans
og hann ávarpaður. Hann þekkti
röddina. Það var yngsti verkfræð-
ingurinn í verksmiðjunni. Rödd
verkfræðingsins var hátíðleg. Hann
sagði, að stjórn verksmiðjunnar
harmaði mjög þetta slys, sem
hafði rænt fyrirtækið svo heiðar-
legum og duglegum starfsmanni.
Samverkamenn hans myndu aldrei
gleyma honum. Það hafði verið
lögð álitleg peningaupphæö í bank-
ann á hans nafn. „Gjörið svo vel.
Hér e'r bankabókin.“
Verkfræðingurinn dró að sér
höndina og fór. Nú komu aðrar
hendur, stærri og grófari. Það voru
hendur verkamannanna úr verk-
smiðjunni. Þeir buðu góðan daginn,
stóðu svo ofurlitla stund og sögðu
ekki meir.
Svo véku þeir allir til hliðar. Nú
heyrði hann fótatak hennar.
Blindi maðurinn hopaði eitt skref
aftur á bak, ofurlítið óstyrkur, eins