Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 103
D VÖL
skamma hríð, og sennilega hafa
bæir verið þar mun færri en
munnmæli herma. Almenningur
hefir haft ríka tilhneigingu til
þess að mikla slíkar sagnir, segja,
að þar hafi verið heilar sveitir, er
aðeins voru nokkur kot, sem ef
til vill voru ekki í byggð samtímis.
Hinir harðgerðu landnemar
Langavatnsdals, sem hugðust að
bjóða byrginn óblíðu langra vetra
og örðugleikum einangrunar, hafa
vafalítið orðið að hopa á hæli fyrir
ofríki náttúruaflanna og leita
þangað, sem aðstæður voru betri.
Það, sem hefir valdið því, að menn
leituðu dvalar á svo afskekktum
stað, hefir sennilega verið land-
kostir á sumrum og ef til vill, að
mönnum hefir gengið illa að fá
land undir býli sin á láglendi, sem
hefir verið að mestu numið.
Það er fagurt á Langavatnsdal
að sumarlagi, i góðu veðri. Há og
tíguleg fjöll, fossandi lækir og ár,
sléttar grundir og siðast en ekki
sízt blikandi stöðuvatn. Þessi feg-
urð gripur ferðamann tuttugustu
aldarinnar föstum tökum, og ef-
laust hefir hún einnig heillað og
glatt hin frumstæðu náttúrubörn,
sem þar lifðu fyrir hundruðum ára.
Minning þessa fólks er að mestu
fallin í gleymsku, og híbýli þess
hafa horfið í skaut móður nátt-
úru, svo að hvergi sér nú stein yfir
steini, nema að Borg, rústir af síð-
asta býlinu, sem hlaut svo ömur-
leg endalok vegna sameiginlegrar
harðneskju veðra og manna.
261
Mér finnst sennilegt, að fram-
vegis muni ferðamenn venja meir
komur sínar á Langavatnsdal en
verið hefir. Eins og áður er um
getið, er þar gott til silungsveiði
og umhverfi einkar aðlaðandi,
eins og raunar svo víða annars
staðar í faðmi íslenzkra fjalla. En
líklegt er, að orð Bjarteyjar standi
óhögguð enn um hríð: að þar muni
eigi byggð þrífast.
\a fn Gnðs
Nafn guðs er á flestum málum,
öðrum en tungum Norðurlanda-
þjóðanna, ritað með fjórum bók-
stöfum.
Á frakknesku Dieu
— þýzku Gott
— hollenzku Godt
spænsku Dios
— latínu Deus
forngrísku . Zeus
nýgrlsku Teos
assýrsku Adat
persnesku Sern
arabisku Alla
— sanskrít Deva
- egypzku Amon
— Inkamáli Papa
— Fönikíumáli Baal
— japönsku Shin
Kaldeumáli Nebo
indversku Hakk