Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 7
DVÖL 165 Næsta dag var mjög kalt í veðri, svo að mamma saumaði mér jakka úr gömlum fra^kka, er pabbi átti. Hún saumaði hann í skyndi, og ég fór í hann í stað gamla jakkans míns, áður en ég fór út. Mamma hafði lagt ábreiðu yfir andlit barnsins. Það var eins og það svæfi i litlu húsi, þar sem það hvíldi í vöggunni. Mig langaði mjög til þess að gleðja mömmu, svo að ég tók fram biblíuna og las um Heródes. Ég sleppti lengstu orðunum, enda gekk lesturinn treglega í daufu, flöktandi skini kertaljóssins. Næsta morgun bað mamma mig að fara til þorpsins og tjá grafar- anum, að barnið væri dáið, svo að farið yrði að taka gröfina. Ég hélt af stað um tíuleytið með rótaranga í hendinni. Það var heitt í veðri, svo að ég fór í gamla jakk- anum mínum. Það var angan í lofti, en laufskrúð skógarins bar litblæ haustsins. Rauðbrystingar sungu á greinum trjánna, og krákuhópur hóf sig til flugs. Ég hélt blístrandi feiðar minnar, en til þorpsins var fimm mílna leiö. Það ríkti svo mikil kyrrð í skóginum, að skotdrunurn- ar létu í eyrum eins og þrumugnýr. Ég hélt hægt leiðar minnar og leit eftir berjum öðru hvoru. Ég heyrði menn vera á hlaupum í fiarska. Riffilskot kvað skyndilega við skammt frá mér; svo heyrðist hljóð, sem líktist helzt ýlfri í særðu ^ýri, en miklu hærra og ógurlegra. Ég faldi mig bak við tré, en þegar aUt var aftur orðið hljótt í skógin- um, hraðaði ég mér heim á leið. Ég kinokaði mér við að segja mömmu, að ég hefði orðið hræddur við hermennina, því að hún hafði áður kallað mig bleyðu. Ég sagði henni því, að grafarinn hefði ekki verið heima og hvergi fundizt. Hann hiyti að hafa farið í stríðið, en ég hefði engan mann .getað fengið til þess að koma með mér, því að allir óttuðust hermennina svo mjög. Hún leit rannsakandi í augu mér. Svipur hennar var svo strangur og alvarlegur, að ég glúpnaði frammi fyrir henni. Svo sneri hún sér und- an og gekk burt, en ég varð næsta skömmustulegur, því að ég vissi, að hún hafði séð það á mér, að ég sagði henni ósatt. En ég gat ekki annað en skrökvað. Ég sat grafkyrr langa stund og gat ekki haft augun af vöggunni. Ég fór nú líka að finna til hins sár- asta sultar. Mamma hafði brugðið sjali yfir sig, svo að ég vissi, að hún var á förum að heiman. Ég hét því með sjálfum mér, að ég skyldi borða vel, þegar hún væri farin. Ég vissi af brauði og fáeinum kjöt- beinum í skápnum, sem ég myndi geta kroppað af. Þegar mamma var ferðbúin, gekk hún aö vöggunni og tók andvana barnið upp. ,,Ég verð að bera það sjálf til grafar,“ mælti hún í hálfum hljóð- um. Hún var róleg, en mjög föl, og í augum hennar blikuðu ekki tár framar. „Robbie, ætlar þú ekki að kyssa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.