Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 7
DVÖL
165
Næsta dag var mjög kalt í veðri,
svo að mamma saumaði mér jakka
úr gömlum fra^kka, er pabbi átti.
Hún saumaði hann í skyndi, og ég
fór í hann í stað gamla jakkans
míns, áður en ég fór út. Mamma
hafði lagt ábreiðu yfir andlit
barnsins. Það var eins og það svæfi
i litlu húsi, þar sem það hvíldi í
vöggunni. Mig langaði mjög til þess
að gleðja mömmu, svo að ég tók
fram biblíuna og las um Heródes.
Ég sleppti lengstu orðunum, enda
gekk lesturinn treglega í daufu,
flöktandi skini kertaljóssins.
Næsta morgun bað mamma mig
að fara til þorpsins og tjá grafar-
anum, að barnið væri dáið, svo að
farið yrði að taka gröfina.
Ég hélt af stað um tíuleytið með
rótaranga í hendinni. Það var heitt
í veðri, svo að ég fór í gamla jakk-
anum mínum. Það var angan í lofti,
en laufskrúð skógarins bar litblæ
haustsins. Rauðbrystingar sungu á
greinum trjánna, og krákuhópur
hóf sig til flugs. Ég hélt blístrandi
feiðar minnar, en til þorpsins var
fimm mílna leiö. Það ríkti svo mikil
kyrrð í skóginum, að skotdrunurn-
ar létu í eyrum eins og þrumugnýr.
Ég hélt hægt leiðar minnar og
leit eftir berjum öðru hvoru. Ég
heyrði menn vera á hlaupum í
fiarska. Riffilskot kvað skyndilega
við skammt frá mér; svo heyrðist
hljóð, sem líktist helzt ýlfri í særðu
^ýri, en miklu hærra og ógurlegra.
Ég faldi mig bak við tré, en þegar
aUt var aftur orðið hljótt í skógin-
um, hraðaði ég mér heim á leið.
Ég kinokaði mér við að segja
mömmu, að ég hefði orðið hræddur
við hermennina, því að hún hafði
áður kallað mig bleyðu. Ég sagði
henni því, að grafarinn hefði ekki
verið heima og hvergi fundizt.
Hann hiyti að hafa farið í stríðið,
en ég hefði engan mann .getað
fengið til þess að koma með mér,
því að allir óttuðust hermennina
svo mjög.
Hún leit rannsakandi í augu mér.
Svipur hennar var svo strangur og
alvarlegur, að ég glúpnaði frammi
fyrir henni. Svo sneri hún sér und-
an og gekk burt, en ég varð næsta
skömmustulegur, því að ég vissi, að
hún hafði séð það á mér, að ég
sagði henni ósatt. En ég gat ekki
annað en skrökvað.
Ég sat grafkyrr langa stund og
gat ekki haft augun af vöggunni.
Ég fór nú líka að finna til hins sár-
asta sultar. Mamma hafði brugðið
sjali yfir sig, svo að ég vissi, að hún
var á förum að heiman. Ég hét því
með sjálfum mér, að ég skyldi
borða vel, þegar hún væri farin.
Ég vissi af brauði og fáeinum kjöt-
beinum í skápnum, sem ég myndi
geta kroppað af. Þegar mamma var
ferðbúin, gekk hún aö vöggunni og
tók andvana barnið upp.
,,Ég verð að bera það sjálf til
grafar,“ mælti hún í hálfum hljóð-
um. Hún var róleg, en mjög föl, og
í augum hennar blikuðu ekki tár
framar.
„Robbie, ætlar þú ekki að kyssa