Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 16

Dvöl - 01.07.1942, Blaðsíða 16
114 D VÖL málum, raupað og ýkt eins og hans var vandi. Hann hafði sem sé full- yrt, að mýrin sú arna væri kvik af grágæsum vor og haust. Jæja, ég lét kylíu ráða kasti og þrammaöi í áttina til heiðarás- anna. Það var komin í mig kergja við þessi andarhjón. Ég hafði rek- izt á þau, eftir að ég skildi við fé- laga mína, elt þau úr einum stað í annan, bölvandi og ragnandi. Mér fannst skammarlegt að skjóta þau ekki, skjóta annaðhvort þeirra að minnsta kosti, svo að hlutur minn í veiðiferðinni yrði ívið skárri. Ég hraðaði mér eftir megni og stikaði stórum, enda var komið undir skyggju og septemberhiminninn hlaðinn drungalegum skýjum, sem hengu yfir fjöllum og hæðum, hengu rétt yfir höfði manns. Rign- ing og myrkur í vændum, tautaði ég hálfhátt og blés þungan. Ég var óvanur að ganga í dúandi bleytu- þýfi og mæddist fljótt. Ég var orð- inn dálítið feitur og seinn í vöfum, reyndar hafði ég ekki beinlínis ístru, en það mátti samt engu muna. Konan mín hafði marg- sinnis ávítað mig fyrir andvara- leysi gagnvart fitunni, ég átti að synda tvisvar í viku, sagði hún, ég átti að borða minna en ég gerði og hætta að drekka öl með matnum. Hvílík endaleysa! Hún vissi nú bet- ur en nokkur annar, að ég var eng- inn meinlætamaður að eðlisfari. Svitinn lak í taumum niður kinn- arnar og kitlaði mig á hálsinum. Nærfötin límdust við skrokkinn. Allt i lagi, hugsaði ég. Spikið renn- ur af mér eins og lýsi. En innst inni sárnaði mér, að ég skyldi mæðast svona heríilega. Þegar ég var strákur, gat ég hlaupið þind- arlaust, gat verið á þeysingi allan daginn án þess að finna til mæði. Aldurinn, muldraði ég gramur í bragði. Fjörutíu og sex ár, — nei, það var í rauninni enginn aldur. Líklega átti ég aldrei að venja mlg á reykingar. Og ef til vill hafði ég stundum fengið mér helzt til ríf- lega í staupinu. Tveir stelkar urðu á leió minni. Þeir flugu upp og kvökuðu dauf- lega. Ég hefði kannski baunað á spóa eða tjald, en haglabyssuskoti er ekki eyðandi á krangalega stelka, enda þótt læknirinn hefði þráfaldlega skemmt sér við að senda þeim riffilkúlur án þess aö hæfa. Þetta var hláleg veiðiferð- Ég hafði boðið tveimur góðkunn- ingjum mínum að koma með mér upp undir öræfi til þess að hlunka á grágæsir. Ég hafði keypt rándýrt nesti og leigt bíl, því að ég tímdi ekki að fara með nýja bílinn minn í þetta slark. Ég hafði jafnvel orð- ið að lofa mannfýlunni aukaþókn- un: hann neitaði að aka af stað, þegar hann vissi, hvert við ætluð- um. Ég sá ekki eftir aurunum, því fór fjarri, — en hún var sannar- lega dýrt spaug, ferðin sú arna. Hún kostaði mörg hundruð krónur, en það gerði ekkert til. Ég hafði efni á að skemmta mér; ég átti heildverzlun, nokkur hlutabréf í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.