Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 24
18
B Ú N AM A I! R I T
skipaðri nefnd og Búnaðarþing 1966 niælti með, eftir
að liafa gert á því nokkrar breytingar, yrði gert að lög-
um.
Ríkisstjórnin féllst á þelta, og var frumvarpið sam-
þykkt á Alþingi í desember sl. lítt breytt frá því að
Búnaðarþing afgreiddi það.
Samkvæmt lögum þessum eru afurðatjónadeild Bjarg-
ráðasjóðs tryggðar árlegar tekjur frá bændum gegn
jafnbáu framlagi frá ríkissjóði. Framlag bænda er bú-
vörugjald 1/4% eða sem svarar belmingi af því, sem
bændur bafa undanfarin ár lagt til Bændaballarinnar,
en það gjald lækkar að sama skapi. Auk þess fær af-
urðatjónadeild 25% af framlagi sveitarfélaga til Bjarg-
ráðasjóðs.
Harðærisnefndin hefur gert tillögur um lán til sveitar-
félaga að uppliæð kr. 16.130.000,- og hefur útblutað fram-
lögunt vegna heyflutninga að uppbæð kr. 1.702,908,-, en
gerir ráð fyrir, að þau framlög verði allt að 2 milljón-
um króna, þegar öll kurl koma til grafar.
Bjargráðasjóður hefur veitt lánin og innt af liendi
framlög vegna bevflutninga því nær strax eftir að Harð-
ærisnefnd hefur lagt tillögur sínar um lánsfjárhæðir til
einstakra sveitarfélaga fyrir Bjargráðastjórn.
Ekki hefur fjárveiting til Bjargráðasjóðs verið aukin
umfram það, sem lög ákveða, en til þess að auðvelda
honum að veita þá úrlausn, sem Harðærisnefnd hefur
lagt til, hefur ríkisstjórnin annars vegar lieimilað Bjarg-
ráðastjórn að taka lán úr Fastasjóði sínum, en liins veg-
ar hlutazt til um, að Jarðakaupasjóður sá, sem stofnaður
var með sérstökum lögum á síðasta ári, lánaði Bjarg-
ráðasjóði 6 milljónir króna.
Ferðalög búnaðarmálastjóra innanlands
Búnaðarmálastjóri fór um Suðurland, Borgarfjörð og
Norðurland um miðjan júlímánuð til þess að sjá af eigin
raun, hvernig horfði þá með grasvöxt. Var hann rúma