Búnaðarrit - 01.01.1968, Síða 31
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
25
Verðlaunasjóður bændaskólanna
Árið 1967 hlutu þessir nemendur, er brautskráðust frá
bændaskólunum, verðlaun:
ÞórSur Jónsson, Árbæ, Reykbólasveit, A.-Barðastrand-
arsýslu og Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði, Dalasýslu, braut-
skráðir frá Hólum.
Kristján Hreinn Stefánsson, Gilhaga, Lýtingsstaða-
hreppi, Skagafirði og Jón Atli Gunnlaugsson, Setbergi,.
Fellabreppi, N.-Múlasýslu, brautskráðir frá Hvanneyri.
Verðlaunin voru eftirtaldar bækur:
Byggðir og bú og Á refaslóðum.
Vinnuhjúaverðlaun
Á árinu 1967 hlutu þrjú eldri vinnulijú verðlaun fyrir
langa og dygga þjónustu:
Guðmundur S. Jóhannesson, Hvítárbakka í Borgar-
firði — tóbaksdósir.
Hallgrímur Jónsson, Fremra-Ósi, Hólslireppi, N.-ísa-
fjarðarsýslu — tóbaksdósir.
Guðsteinn Jónsson, Kalmanstungu í Hvítársíðu í Mýra-
sýslu •—- armbandsúr.
Búnaðarnefndin
Nefndin starfaði lítið á árinn. Hi'm bélt tvo fundi dag-
ana 21. og 22. apríl. Auk þess lét lmn vinna úr ýmsum
gögnum, sem safnað hafði verið.
Úthlutun aukaframlags til bænda, er búa við erfiðar
aðstæður
Þegar samið var um verðlag landbúnaðarafurða fyrir
árið 1964—65, var ákveðið, að ríkið veitti 5 milljónir
kr. í fimm ár til aðstoðar bændum, sem búa við erfiðasta
aðstöðu. Með samþykki landbúnaðarráðherra er fé þetta
notað til aukaframlags vegna jarðræktarframkvæmda á
býlum, sem bafa minna en 15 ba tún, þó með nokkrum
tindantekningum, sjá Búnaðarrit, 80. árg., bls. 57—58.