Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 35
SKÝRSLUR STARFSMANNA
29
Vélgrafnir skurðir á árinu 1966 voru samtals 959.028 m,
að rými 3.967.988 m3. Heildarkostnaður framræslunnar
varð kr. 31.146.251,01, framlag ríkisins kr. 21.802.375,72
og meðalkostnaður á grafinn m3 kr. 7,85.
Árið 1966 verður að teljast vel meðalár með skurð-
gröft, en árið 1967 verður metár, því að lauslegt yfirlit
sýnir, að grafnir liafa verið um 1330 km, að rými 5,53
millj. m3. Það ár, sem kemst næst þessu, er árið 1964,
en þá voru grafnir um 1255 km, að rými um 5,37 millj.
m3. Það, sem valdið hefur aukningunni, er fjölgun vökva-
knúinna skurðgrafna, sem eru afkastameiri en gömlu
dragskóflugröfurnar og minna háðar tíðarfarinu. Mestu
afköst náðust á skurðgröfu Ræktunarsamhands Flóa og
Skeiða, 313584 m3.
Á árinu 1967 vora 4 ræsaplógar í notkun, og mun
lengd plógræsa á árinu 1967 vera um 5200 kílómetrar.
Til samanburðar má geta þess, að mestu afköst liöfðu
áður náðst á árinu 1965, 3696 km. Breytilegt er eftir
aðstæðum, live marga lengdarmetra af plógræsum þarf
í lia beitilands til fullnaðarþurrkunar, en ef áætlað er,
að um 1100 metra þurfi að jafnaði, sést, að um 4700 lia
liafa verið ræstir fram á þennan liátt.
Uppþurrkun með plógræsum er ódýr, miðað við aðrar
uppþurrkunaraðferðir, her því að nota þau til hins ýtr-
asta, þar sem því verður við komið. Plógræsa má, þó
að land sé ekki fullskurðað, og bæta síðan skurðum í
eftir þörfum. Það hefur ávallt verið ljóst þeim, sem
að skipulagningu framræslunnar hafa unnið, að nær
ógjörningur er að fullþurrka land til túnræktar með
opnum skurðum einum nema við sérstakar aðstæður,
þar sem góð malar-, sand- eða vikurlög eru í hæfilegri
dýpt í jörðu.
Á síðustu árum liafa verið reynd plaströr til fram-
ræslu. Tilraunir um, livaða kröfur eigi að gera til stærð-
ar, styrkleika, götunar og sveigjanleika röranna, liafa
verið í gangi um nokkurra ára skeið. Eins hvaða vélar