Búnaðarrit - 01.01.1968, Side 38
32
BÚNAÖAKRIT
125,1 lia illa kalnir, en 59,2 lia lítiS eða ekki kalnir. Upp-
skerutjón áætlað 63% á þessum hæjum að meðaltali, en
mest, allt að 90%, á einni jörð.
SvalbárSshreppur: Skoðuð voru tún á 14 bæjum með
samtals 260,0 lia tún. Þar af voru 77,9 ha mjög illa kalnir,
121,3 ha illa kalnir og; 60,8 lia lítið eða ekki kalnir. Að
meðaltali var uppskerutjónið áætlað 45%, en mest á
einni jörð, 73%.
Fjallahreppur: Skoðuð voru tún á 5 jörðum með 32,8
lia tún. 21,6 ha voru mjög illa kalnir, 10,6 ha illa kalnir
og 0,7 ha lítið eða ekki kalnir. Uppskerutjón var metið
71% og mest á býli 83%.
Þá fór ég einnig austur um Langanesstrandir til Vopna-
fjarðar og austur á Hérað og þaðan suður til Hornafjarð-
ar. Mjög mikið var um kal í Skeggjastaðalireppi, á yztu
bæjum í Vopnafirði og á ýmsum stöðum á Héraði. ICalið
frá 1965 er nú mikið til gróið, en enn sjást þess þó
víða glögg merki, t. d. á Jökuldal og víðar á Héraði,
einkum í nýræktartúnum.
1 Hornafirði vann ég nokkuð að skurðamælingum, en
ók síðan suður og vann að skurðamælingum og atliugun-
um á landi fyrir ræsaplóg í Árnes-, Rangárvalla-, Mýra-,
A.-Húnavatns- og Suður-Þingeyjarsýslum og Ólafsfirði
það sem eftir var sumars og fram til októberloka. 1
nóvember og desember liélt ég aftur kyrru fyrir á skrif-
stofu Búnaðarfélagsins og sinnti svipuðum störfum og
áður er lýst. Auk þess annaðist ég iitreikninga á auka-
framlagi til ræktunar, af fé á 6. lið 16. gr. fjárlaga
(5x5 millj. kr. fé.) vegna veikinda og fjarveru Hannesar
Pálssonar, fulltrúa, sem annazt liefur þá útreikninga.
1 útvarpsfræðslunefnd Búnaðarfélagsins og Stéttar-
sambands bænda hef ég starfað þetta ár með þeim Árna
G. Péturssyni og Kristjáni Karlssyni. Við liöfum annazt
þáttinn „Spjallað við bændur“ til skiptis hvern föstu-
dagsmorgun.
Samkvæmt venju jarðræktarráðunauta gef ég yfirlit