Búnaðarrit - 01.01.1968, Síða 55
SKÝRSLU R STARFSMANNA
49
liópurinn <íisti 3 nætur nálægt Stavangri, en tvær nætur
í Kristiansand. Skoðuð voru bændabýli, tilraunastöðvar,
bændaskólar og ein stór verksmiðja. Hópurinn fékk
mjög elskulegar móttökur í Noregi hjá bændasamtökun-
um á þessu svæði, sem ferðazt var um. Sunnudaginn 18.
júní fórum við frá Kristiansand til Hirtslials á Jótlandi
og heimsóttum bændabýli, tvo bændaskóla, tilraunastöð,
fóðurblöndunarstöð, grasmjölsverksmiðju og fræræktar-
stöð. Ýmsir sögufrægir staðir voru einnig skoðaðir. Frá
21.—25. júní dvaldi hópurinn í Kaupmannahöfn. Þar var
farið á landbúnaðarsýningu, í dýragarðinn, Tívolí og á
annan fjölsóttan og vinsælan skemmtistað. Einnig not-
uðu ýmsir tímann til að verzla smávegis í Kaupmanna-
höfn. Fóðurljlöndufyrirtæki bauð öllum karlmönnum í
hópnum að skoða fóðurblönduverksmiðju og síðan til
hádegisverðar á veitingalmsi, nálægt landbúnaðarsýning-
unni. Áður en heim var lialdið, sunnudaginn 25. júní,
var farin kynnisferð til Norður-Sjálands. Auk mín voru
fararstjórar þau Stína Gísladóttir og Jóhann Jónasson,
en Magnús Jónsson, sem er við framlialdsnám við land-
búnaðarháskólann að Ási í Noregi, var einn af fararstjór-
unum dagana, sem við vorum þar í landi, einnig Soffía
Lundberg, sem er búsett í Kristiansand. Við vorum mjög
heppin með veður, og ferðin tókst ágætlega. Og það
sýndi sig, að ástæðulaust er að óttast glundroða, þótt
farið sé með þetta stóran hóp. Þeir, sem vilja fræðast,
geta það, livort sem þeir eru í 10 manna eða 80 manna
flokki. Að skipulagningu ferðarinnar vann ásamt mér
Gísli Kristjánsson. Þrátt fyrir að þessi ferð tókst vel, má
eflaust eitthvað að skipulagningunni finna. Með þeirri
reynslu, sem fékkst síðastliðið sumar, ætti að verða mun
auðveldara að skipideggja næstu bændaför til Norður-
landa, þótt hún verði jafn fjölmenn.
4