Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 81
SKTRSLUK STARFSSIANNA
75
nautgriparæktarfélög og sambönd, skrifaði ég hlutaðeig-
andi aðilum í september s. 1. og spurðist fyrir um afstöðu
þeirra til málsins og aðstöðu til fitumælingar. Af svörum,
sem borizt hafa, er einsýnt, að nautgriparæktin verður
að lilíta þessari breytingu, enda eðlilegt, og mun sú liafa
orðið raunin á hinum Norðurlöndunum, þar sem Gerbers
aðferðin er notuð. Ber að taka tillit til þessa við saman-
burð á fitumælingum fyrir og eftir 1. janúar 1968.
Reglugerð um búfjárrœkt. Ástæða er til að vekja at-
hygli nautgriparæktarfélaga og sambanda á reglugerð nr.
139/1967 við búfjárræktarlögin frá 1965. Eldri reglugerð,
sem farið hefur verið eftir, var frá 1950, og því orðin
úrelt, þar sem löggjöfin hefur tvívegis verið endurskoð-
uð í heild á þessu tímabili. Búfjárræktarlögin eru felld
inn í reglugerðina í lieild, og er það til hægðarauka við
nolkun. 1 sambandi við nautgriparæktina skal sérstaklega
bent á ákvæði 9. gr. um skil á skýrslum, 15. gr. um til-
högun á nautgripasýningum og viðurkenningar og 77. gr.
um liéraðssýningar. Líklegt er, að ýmis búnaðar- og
nautgriparæktarsambönd muni færa sér í nyt ákvæðin
um liéraðssýningar, þar sem sýndir yrðu þeir nautgrip-
ir, sem mestar viðurkenningar hafa lilotið á félagssýn-
ingum. Er full ástæða að livetja þau til þess að taka upp
þessa nýjung í sýningarhaldi.
Reykjavík, 7. febrúar 1968,
Ólafur E. Stefánsson.
III. Skýrsla Jóhannesar Eiríkssonar
Skrifstofustörf. Eins og undanfarin ár voru störf mín á
skrifstofu nautgriparæktarinnar aðallega fólgin í því að
vinna úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna, og búa und-
ir prentun töflur um niðurstöður og árangur í starfsemi