Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 86
80
BUNAfiARRIT
lirepps, kom að nokkrum orðum varðandi fóðrun og
fjárrækt. Þriðjudaginn 12. desember liélt ég þrjá fyrir-
lestra við Bændaskólann á Hvanneyri, einn fyrir eldri
deild og framhaldsdeild sameiginlega, og tvo fyrir 3.
liluta framhaldsdeildar sérstaklega. Ég lief flutt tvo
búnaðarþætti í útvarp á árinu, og auk þess föstudags-
þáttinn „Spjallað við bændur“ sem næst þriðju hverja
viku.
Ýmis ferðalög og erlendir gestir
Sunnudaginn 30. apríl farið upp að Hesti í tilefni að
heimsókn Sf. Hrunamanna á 20 ára afmæli þess. 1. maí
dvalið að Hesti. Daginn eftir lieimsótt stofnræktarbú
sunnan Skarðsheiðar, fóðrun metin og tveggja vetra ær
valdar í stofnræktun. 15—17. maí ferðazt um Suðurland
ásamt Sveini Hallgrímssyni, lieimsólt stofnræktarbú að
Seglbúðum, þar er vel fóðraður og fallegur fénaður, auk
þess mörg önnur sauðfjárbú í Kirkjuhæjarhreppi, Skaft-
ártungu, Álftaveri, Mýrdal, Austur-Eyjafjöllum og Fljóts-
hlíð. Það skal tekið fram, að yfirleitt heimsóttum við
að sögn betri sauðfjárbændur, en hjá þeirn öllum var
umhirda og fóðrun vel viðunandi. 21.—24. sama mánaðar
fór ég austur á Hérað og skoðaði stofnræktarær og fjár-
bú að Skriðuklaustri og heimsótti auk þess sauðfjár-
bændur víða á Héraði. Þá var algjörlega gróðurlaust um
allt Hérað og margir að verða heylausir. Burður var þar
yfirleitt hraustur, en fóðrun mjög breytileg. 19.—22. júní
sótti ég 50 ára afmælishóf sænska sauðfjárræktarsam-
bandsins, er var háð í Kalmar í Suður-Svíþjóð. Einum
degi var varið í kynnisferð um Öland, sem er mér ógleyrn-
anleg. Gróðurfar er þar nijög hreytilegt og sums staðar
að mér fannst lítt aðgengilegt til sauðfjárbeitar, en ein-
mitt þar er aðalbitliagi sauðfjár. ölendingar búa við
gamlan menningararf og nota enn ýmis orð í daglegu tali,
sem eru algeng okkur Islendingum, en lítt skiljanleg
þeirra eigin landsmönnum utan ölands. Síðastliðin ár