Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 87
SKÝKSLUR STARFSMANNA
81
hefur verið unnið að uppgreftri á virkisrústum, sem
menn álíta, að séu frá 5.—6. öld eftir Krist. Álitið er,
að eyjabúar liafi flúið í slíkar virkisborgir í sambandi
við strandhögg. Hádegisverðar var neytt að Kóngsbæ, og
var á matseðli steikt dilkakjöt yfir opnum eldi í lieil-
um kroppum, og borðað undir berum bimni. Búnaðar-
félag íslands sendi sænska fjárræktarfélagasambandinu
stækkaða mynd af Fenju og dilkum á Þórustöðum að
gjöf. 23.—25. júní aðstoðaði ég þátttakendur í bænda-
för Búnaðarfélags Islands til Norðurlanda þá daga, er
þeir dvöldu í Kaupmannaböfn. Fór m. a. að skoða
landbúnaðarsýninguna á Bellahöj. 26.—30. júní sat ég
13. ráðstefnu N. J. F., er var að þessu sinni liáð í Kaup-
mannaliöfn. Ekki var við komið að blýða á nema brot
af öllum þeim erindum og tilraunaskýrslum, sem flult-
ar voru á ráðstefnunni, en ég sótti eftir getu fundi í
búfjárræktardeild og kennslu- og upplýsingaþjónustu-
deild. Fimmtudaginn 29. júní sátum við N. J. F.-farar
ánægjulegt síðdegisboð íslenzku sendiherralijónanna í
Kaupmannaliöfn. 1. júlí fór ég ásamt Ejnar Nielsen, til-
raunastjóra við tilraunastofnun búnaðarliáskólans í
Höfn, Börge Vesth, vísindalegum aðstoðarmanni o. fl. á
fjónsku landbúnaðarsýninguna í Óðinsvéum. Þar liitti ég
m. a. Frederik Andersen, sauðfjárræktarráðunaut Dana.
Frá 2.—4. júlí var beðið eftir fari lieim og komið til
Reykjavíkur að morgni miðvikudagsins 5. júlí. 17.—29.
júlí fór ég í sumarfríi mínu sem fararstjóri til Norður-
landa með 40 manna lióp úr ýmsum stéttum á vegum
Ferðaskrifstofunnar títsýnar. Ferð sú var ánægjuleg, og
ferðafélagar mínir væntanlega nokkru vísari um gildi og
þjóðfélagsstöðu íslenzks landbúnaðar, en þeir voru áður.
15.—17. ágúst fór ég í forvitnisferð norður á Sléttu,
flaug aðra leiðina, en fór landveg liina. Þá var heyskap-
ur víða kominn vel áleiðis, úthagi vel gróinn og dilkar
álitlegir. 25.—27. ágúst ferð um Borgarfjörð, sat sumar-
fund Félags íslenzkra lnifræðikandidata að Bifröst 26.