Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 116
110
BÚNAÐARRIT
vinnslu talna í tölvu Sláturfélags Suðurlands, sem er af
fullkomnustu gerð. Skipulagning úrvinnslunnar krefst
mikillar vinnu í byrjun, og vil ég sérstaklega þakka
Jakobi Sigurðssyni, skrifstofustjóra Sláturfélags Suður-
lands, fyrir mikilvæga aðstoð og leiðbeiningar.
Uppgjör búreikninganna er nokkuð margþætt, en
hverjum þátttakanda var send yfirlitsskýrsla á miðju ári
um stöðu búgreina og búsins í lieild.
Sams konar skýrsla verður send út 10.-—20. febrúar
n. k., ásamt útskrift á vinnuskýrslum einstaklinga, dráttar-
véla og bíls, auk lieildarskýrslu um vinnu í karhnanns-
klukkustundum, er sýnir vinnumagnið við búið eftir árs-
tíðum og búgreinum.
Endanlegt ársuppgjör verður framkvæmt í marzmán-
uði, en þá ættu síðustu eyðublöðin að hafa borizt frá
flestum aðilum.
Á árinu liefur Örn Ólafsson ferðazt mikið um landið,
sérstaklega um Austur-, Norður- og Suðurland, en vegna
anna við uppgjör eldri reikninga og undirbúning á frum-
gögnum til tölvuritunar hefur ekki verið nægur tími til
að lieimsækja bændur og leiðbeina þeim, og er þaðmiður.
1 byrjun febrúar var Guðrún Gunnarsdóttir ráðin til
skrifstofunnar. Hefur liún annazt móttöku innsendinga,
skrifað leiðbeiningabréf og undirbúið eyðublöðin undir
tölvuritun.
Um miðjan apríl var Ásta Jóhannsdóttir ráðin til
tölvuritunar (götunar), en tölvuritvél var leigð frá I.B.M.
Ásta liefur einnig unnið fyrir Búnaðarfélagið og nokkra
aðra aðila.
ÓsundurliSuSu búreikningarnir. Til skrifstofunnar barst
91 ósundurliðaður búreikningur fyrir árið 1966 frá um
400 bændum, sem send voru slík form í árslok 1965.
Flestir þessir reikningar voru gerðir upp og sendir
bændum fyrir 10. ágiist. Þetta verk annaðist Vigfús Aðal-
steinsson, viðskiptafræðingur.