Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 177
BÚNAÐARÞING
171
til framleiðslu á Kjarna. Farmgjöld liafa hækkað um
47% og aðrir kostnaðarliðir, sem hafa álnif á áburðar-
verðið, munu einnig Iiækka. Miðað við magnaukningu á
áburðinum og þær verðhækkanir, sem fyrirsjáanlegar
eru, má ætla, að liliðstæð tala við 244 millj. 1967 verði
360 millj. á árinu 1968. Nemur þá liækkunin 116 millj.
króna.
Rekstrarfjárþörfin vegna fóðurmjöls- og áburðar-
kaupa á árinu 1968 vex því um 266 millj. f. f. á. og
verður alls um 830 millj.
Að undanförnu liefur Áhurðarverksmiðjan veitt 6—9
mánaða greiðslufrest á áburðinum, gegn tryggingu í víxl-
um, sem viðskiptaaðilar hennar liafa samþykkt. Á síð-
asta ári námu endurkaup Seðlabankans á þessuna víxl-
um 5 millj. króna.
Þessi greiðslufrestur, sem Áburðarverksmiðjan veitir,
hyggist á lánsmöguleikum hennar erlendis vegna áburð-
ar- og efniskaupa þar. Nú liafa komið fram erfiðleikar
hjá viðskiptaaðilum við Áburðarverksmiðjuna með að
standa í skilum varðandi greiðslu á víxlum, sem þeir
liafa fengið hjá Áburðarverksmiðjunni. Það stefnir láns-
trausti verksmiðjunnar erlendis í liættu. Verður því að
leggja aukna áherzlu á endurkaup Seðlabankans á þess-
um víxlum.
Aðstaða verksmiðjunnar, ásamt áðurnefndri magn-
iukningu og verðhækkun á áburðinum, eykur því enu
á erfiðleika bænda og verzlunarfyrirtækja þeirra að
kaupa áhurðinn.
Það, að fundin verði raunhæf lausn á rekstrarfjárþörf
landbúnaðarins, hefur grundvallarþýðingu fyrir alla
jarðrækt í landinu og þá fóðuröflun, sem hún skapar.
Þess vegna er liöfuðnauðsyn, að þessi undirstaða sé sem
traustust. Að öðruin kosti getur skapazt efnaliagslegt
öngþveiti, sem hefði víðtæk áhrif langt út fyrir raðir
bændastéttarinnar, þar sem engin trygging er fyrir því,
eins og nú horfir, að það fólk, sem hættir vinnu við