Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 186
180
BÚNAÐARRIT
minnkandi áburðarkaup bænda, og afleiðingar þess verða
eigi að fullu séðar fyrirfram.
Það öngþveiti, sem framundan er í þessum málum,
virðist helzt verða leyst, eins og hér er lagt til, með
mjög verulegri niðurgreiðslu á áburðarverðinu.
Mál nr. 34
Erindi Stéttarsambands bamda um skattlagningu kjarn-
fóSurs. Lagt fyrir af stjórn BúnaSarfélags tslands.
Við atkvæðagreiðslu lá fyrir eftirfarandi ályktun frá
allsher jamefnd:
Búnaðarþing ályktar, að rétt bafi verið að leita um-
sagnar búnaðarsambandanna um mál þetta. En þar sem
umsagnir Jieirra liggja ekki fyrir ennþá, telur þingið
ekki rétt að taka efnislega afstöðu til málsins, en leggur
til, að eftirtalin atriði verði tekin til athugunar:
1. Að breytt verði ráðstöfunum útflutningsuppbóta á
þann veg, að bændur og búvöruframleiðendur á lög-
býlum gangi fyrir við ráðstöfun þeirra.
2. Að ríkisbú, sem ekki Jjjóna tilraunastarfsemi land-
búnaðarins, verði lögð niður.
Við þessa ályktun bar Egill Bjamason fram eftirfar-
andi breytingartillögu:
Búnaðarþing mælir með því, að lögfest verði heimild-
arákvæði til lianda Framleiðsluráði landbúnaðarins að
innlieimta ákveðið gjald af öllu innfluttu fóðurmjöli,
sem notað er í landinu.
Fjármagni J>ví, er þannig fæst, verði varið til niður-
greiðslu á þeim kostnaðarliðum við búreksturinn, sem
hagkvæmast þykir hverju sinni, enda leggi ríkissjóður
árlega fram jafnháa fjárhæð á móti.
Að síðustu bám Hjalti Gestsson og Ingimundur Ás-
geirsson fram eftirfarandi rökstudda dagskrártillögu:
Búnaðarþing ályktar, að rétt hafi verið að leita um-