Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 189
BÚNAÐARÞING
183
Fjárhagsnefnd har fram eftirfarandi ályktun:
Búnaðarþing mælir með frumvarpi til laga um breyt-
ing á lögum nr. 38 15. febr. 1945 um stofnun Búnaðar-
málasjóðs, sem þinginu liefur verið sent lil umsagnar af
landbúnaðarnefnd n. d. Alþingis.
GreinargerS:
Svo sem kunnugt er, liefur á nokkrum undanförnum
árum verið greitt %% gjald til Búnaöarfélags Islands og
Stéttarsamhands bænda af söluvörum landbúnaðarins,
sem gengið liefur til að standa straum af byggingu
Bændahallarinnar.
Um síðaslliðin áramót rann út sá tími, sem ákveðinn
hafði verið samkvæmt lögum, að gjaldið yrði greitt, og
þarf því að fara fram breyting á lögum um stofnun Bún-
aðarmálasjóðs, til þess að fá gjaldið framlengt.
Nú liefur verið samþykkt á Alþingi, að Bjargráðasjóð-
ur fái 0/25% af því gjaldi, sem áður gekk til Bænda-
hallarinnar. Liggur því fyrir, að Búnaðarþing mæli með
því, að gjaldið til hallarinnar verði aðeins 0/25% næstu
4 ár.
Óhætl er að fullyrða, að þörfin fyrir, að þetta gjald
haldist áfram, er mjög brýn, ekki sízt þegar á það er
litið, hvað síendurteknar gengisfellingar liafa liaft skað-
vænleg áhrif á fjárhag hallarinnar, vegna liinna tíðu
hækkana, sem orðið liafa á því erlenda láni, sem tekið
var, er á byggingu liennar stóð.
Við þessa ályktun kom fram eftirfarandi breytingar-
tillaga:
í stað orðanna „mælir með“ í upphafi ályktunarinnar
komi „mælir gegn“ og svo orðrétt áfram.
Til viðbótar komi svo: Búnaðarþing telur eins og nú
er komiö fjárliag bænda, megi ekki halda áfram lög-
boðinni sérsköttun á þá til skuldagreiðslu vegna Bænda-
hallarinnar.