Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 202
196
BÚNAÐARRIT
Landgræðslustjóri telur þyrlur hentugri til þessara
starfa en venjulegar flugvélar, sökum þess live víða er
áfátt um flugvelli, en þær eru dýrari í innkaupi og
rekstri. 1 tilefni þessa mun stjóm Búnaðarfélags Islands
ræða við forstjóra Landhelgisgæzlunnar, sem liefur þyrlu
á sínum vegum, um livort ekki muni vera hægt að sam-
eina starfsemi þyrlunnar fyrir báða þessa aðila.
Mál þetta var samþykkt með 21 samhlj. atkv.
Mál nr. 47
Tillaga til þingsályktunar um mœlingar fyrir skurSum.
Flutt af jar&rœktarnefnd.
Búnaðarþing lítur svo á, að mælingar fyrir framræslu-
skurðum séu innan verkalirings Búnaðarfélags íslands.
Hafi Búnaðarfélag Islands ekki tök á vegna mann-
eklu, að anna þessum mælingum að fullu, sjái það um
greiðslu til þeirra biinaðarsambanda, er taka mælingarn-
ar að sér, samkvæmt kostnaðarreikningi, er Búnaðar-
félag Islands samþykkir.
GreinargerS:
Það hefur komið í ljós nú um árabil, að búnaðarsam-
böndin hafa þurft að miklu leyti að sjá um fyrirmæl-
ingar á skurðum, livert á sínu sambandssvæði, og liefir
það farið vaxandi ár frá ári. Árið 1955 sá Búnaðarfélag
íslands um mælingu á um 60% skurðanna, 1960 42%, en
1966 er svo komið, að Búnaðarfélag Islands sá aðeins um
12% af fyrirmælingum skurðgröfuskurða.
Nxi hefur fjárhæð sú, er Búnaðarfélag íslands hefur
greitt til sambandanna vegna þessara mælinga, ekki
hækkað teljandi undanfarið, og hefur því kostnaður
búnaðarsambandanna farið ört vaxandi, auk þessa liafa
þau orðið að binda ráðunauta sína við mælingamar og
því dregið úr annarri þjónustu. 1 nágrannalöndum okk-