Búnaðarrit - 01.01.1968, Síða 211
LANDBÚNAÐURINN
205
eftir sveitum. Á Suðausturlandi voru bændur allvel birg-
ir að heyjum, en öðru máli gegndi um norðanvert landið.
Þar voru stórkostlegar kalskemmdir í mörgum túnum,
auk þess sem grasspretta var mjög lítil vegna kulda á
þeiin túnum, sem ekki voru kalin. Þetta er þó mjög mis-
jafnt milli sveita og milli einstaklinga innan sömu sveit-
ar. Sumir bændur böfðu nú fyllilega meðal lieyforða, en
aðrir, og þeir eru því miður margir, öfluðu ekki nema
frá 20—80% meðallieyfengs. Allra verst var útkoman hjá
suinum bændum í norðurhluta Strandasýslu og í Norður-
Þingeyjarsýslu.
Er Ijóst var, live alvarlega horfði með lieyskap á kal-
svæðunum, skipaði landbúnaðarráðherra, samkvæmt til-
mælum Búnaðarfélags Islands og Stéltarsambands bænda,
þrjá menn í nefnd, er gera skyldi tillögur til úrbóta
vegna lélegrar grassprettu og kals á Norðausturlandi og
víðar. Nefnd þessi gengur undir nafninu Harðærisnefnd.
Formaður hennar er Jón L. Arnalds, deildarstjóri í at-
vinnumálaráðuneytinu og meðnefndarmenn þeir Einar
Ólafsson, Lækjarhvammi og búnaðarmálastjóri.
Nefndin ferðaðist um harðindasvæðin til að kynna sér
ástandið, lét safna skýrslum um fóðurforða og ræddi við
forráðamenn viðkomandi héraða. 1 ljós kom, að fóður-
skortur margra bænda á harðindasvæðum var ofboös-
legur. Um 600 bændur á svæðinu frá Gilsfirði norður um
land til Berufjarðar höfðu minna en 80% af venjulegum
heyforða, og þar af vantaði um 200 bændur meira en
40% venjulegs forða. Alls vantaði þá bændur, sem liöfðu
minna en 80% forða, um 105.000 m3 af heyi.
Harðærisnefndin gerði tillögur, sem fallizt var á, um
tvenns konar aðstoð við bændur, sem harðast urðu úti
vegna grasleysis.
I fyrsta lagi yrði veittur styrkur úr Bjargráðasjóði til
heyflutninga lil að bæta úr brýnustu fóðurþörf, er næmi
verulegum liluta flutningskostnaðarins, ef hey eða gras-
kögglar væru fluttir lengra en 40—50 km.