Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 222
Skýrslur
nautgriparæktarfélaganna 1966
Eflir Ólaf E. Stefánsson
Enn hefur starfandi nautgriparæktarfélögum fækkað.
Bárust skýrslur frá 73 þeirra fyrir árið 1966, og er það
10 færra en árið áður. Auk þess sendu skýrslur bændur
í 13 öðrum sveitum, þar sem færri en 6 kýreigendur stóðu
að skýrsluhaldinu. Eru þær Vatnsleysuströnd, Garða- og
Bessastaðalireppur, Staðarsveit, Miðdalir, Fellsströnd,
Rauðisandur, Bæjarhreppur í Strandasýslu, Þorkelshóls-
hreppur, Engildíðarhreppur, Vindhælishreppur, Seylu-
hreppur, Akralireppur og Mýrahreppur í A.-Skaftafells-
sýslu. Tekið er tillit til skráðra kúa iir þessum sveit-
um á þann liátt, að þær teljast með skýrslufærðum kúm
og eru því virkar í sambandi við kynbætur nautgripa-
ræktarstarfseminnar. Alls bárust því skýrshir úr 86 félög-
um og hreppum, sem er 8 færra en árið áður. Fækkunin
hefur aðallega orðið á svæðinu frá Snæfellsnesi vestur og
norður um að Eyjafirði, en er óbreytt á Suðurlandi, Eyja-
firði og S.-Þingeyjarsýslu. I síðustu skýrslu um starfsemi
félaganna, sem birtist í Búnaðarriti 1967, hls. 278—293,
ræddi ég um ástæður fyrir fækkun bænda, er skýrslur
lialda, og benti á liina hrýnu nauðsyn að sporna gegn
þessari öfugþróun nú, þegar nautastofninum fækkar með
aukinni sæðingarstarfsemi og vanda þarf nautavalið bet-
ur en nokkru sinni fyrr. Vil ég enn livetja nautgriparækt-
arfélögin til að efla skýrsluhaldið, því að það er sá liorn-
steinn, sem nautavalið og félagsstarfsemin byggist á.