Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 254
248
BÚNAÐARRIT
Niðurstöður sýninganna í hverju félagi
Hér verður getið um lielztu niðurstöður nautgripasýning-
anna í hverju félagi. Til hliðsjónar því, sem hér verður
skráð, vísast til fyrri greina um nautgripasýningar og
starfsemi félaganna í Búnaðarriti 75. árg. 1962, bls.
329—365 um sýningar 1962 og 72. árg. 1959, bls. 181
—219 um sýningar 1958.
Mýrasýsla
Sýningar í Mýrasýslu voru haldnar í tveim félögum að-
eins.
Nf. Stafholtstungna. Sýningin var allvel sótt, og hafa
orðið framfarir í ræktun kúastofnsins. Að þessu sinni
hlutu 19 kýr I. verðlaun, og er það 17 fleiri en á næstu
sýningu áður. Voru 6 I. verðl. kýr frá Neðra-Nesi og 4
frá Brúarreykjum, en nær allir félagsmenn sýndu eina
eða fleiri I. verðlauna kýr. Áhrifa af starfi búfjárræktar-
stöðvarinnar á Hvanneyri gætir nokkuð, en þó minna en
ætla mætti. Aðeins tvær I. verðlauna kýr voru dætur
nauta, er notuð hafa verið á búfjárræktarstöðinni, en aðr-
ar voru ýmist undan nautum í einkaeign eða föðurættin
var lítt kunn eða ókunn. Nokkur nautanna, er einstakl-
ingar hafa notað, eru þó af góðum ættum, þótt þau liafi
ekki hlotið viðurkenningu á sýningu. Fyrstu verðlauna
kýrnar voru ágætlega byggðar og hlutu að meðaltali yfir
80 stig fyrir útlitsdóm, en hæsta cinkunn hlaut Silfur-
hrá 15, Litla-Skarði, 84,5 stig. Félagið hefur starfað af
og til frá 1905, og gætir því nokkuð áhrifa ræktunar í
kúastofninum.
Ein kýr, Hyrna 7, Brúarreykjum var sýnd með 4 dætr-
um. Hlaut ein I. verðl. og þrjár II. verðlaun. Sjálf lilaut
Hyrna 7 I. verðlaun. Móðir hennar er ættuð frá Efra-
Nesi, en faðir ókunnur.
Nf. Borgarhrepps. Sýningin var fremur fásótt, en 11
kýr hlutu I. verðlaun. Flestir þeirra voru frá búi Krist-