Búnaðarrit - 01.01.1968, Page 259
NAUTGRIPASÝNINGAR
253
Vestfirðir
Sýningar á sambandssvæði Bsb. Vestfjarða voru haldn-
ar í 6 félögum, en tvö félög liöfðu hætt starfssemi sinni
á tímabilinu milli sýninganna, nautgriparæktarfélögin í
Barðastrandarlireppi og Súðavíkurlireppi. Félögin á
Vestfjörðum eru fámenn, og flestir félagsmenn eiga fáar
mjólkurkýr, svo að öll starfsemi í kynbótum og ræktun
kúastofnsins verður örðugri af þeim sökum.
Aukin mjólkursala befur þó ýtt undir vaxandi félags-
starfsemi, og hefur kúm fjölgað nokkuð víða á svæðinu.
Flest félögin hafa eignazt ágætlega ættuð naut, og Iiafa
þau mótað stofninn og reynzt ágæt til kynbóta.
Nf. Rauðasands. Tvær kýr hlutu I. verðlaun að þessu
sinni, og voru þær báðar dætur Önundar V8 frá Kirkju-
bóli í Bjarnardal. AIls voru sýndar 17 kýr, og voru 11
þeirra dætur Önundar V 8. Undan Rauð V67 voru sýnd-
ar 3 kýr. önundur liefur stórbætt stofninn með tilliti til
afurða og byggingar, en nokkrar dætur lians liöfðu gall-
aða júgurbyggingu, og liefur hann ekki megnað að út-
rýma júgurgöllum, sem telja verður, að komi úr móður-
ættinni. Einnig bar nokkuð á slakri malabyggingu. Félag-
ið sýndi naut undan Eyfirðingi V37, en það hlaut ekki
viðurkenningu sökum ónógra afurða móðurinnar. Kom
fram áhugi á að fá vel ættaðan nautkálf austan úr S.-
Þingeyjarsýslu, en ennþá liefur ekki tekizt að útvega
hann. Félagið er fámennt og kúaeign félagsmanna lítil,
og háir það allri félagsstarfssemi.
1 Örlygshöfninni hlutu 3 kýr I. verðlaun, og voru tvær
þeirra dætur Gullbera V46 frá Kirkjubóli í Bjarnardal,
en alls voru sýndar 4 dætur hans. Einnig voru sýndar 4
dætur Þorfinns V73. Nautgriparæktin í félaginu hefur
verið í nokkrum öldudal, en nú virðast vera horfur á, að
um frainför verði að ræða. Góð samstaða hefur verið í
félaginu, og liafa félagsmenn sameinazt um að nota sem
mest félagsnautin, þótt margir bæir séu mjög afskekktir.