Morgunn - 01.12.1934, Page 5
M O R G U N N
131
inn og lá þar hreyfingarlaus, að öðru leyti en því, að
hún andaði djúpt og reglulega.
„Nú varð eg lafhræddur“, segir Erskine. „Hvað var
þetta, sem eg hafði gert? Hvernig átti eg að vekja hana?
Hvernigátti hún að vakna? Gat egvakið hana? Var lík-
legt, að hún biði nokkurt mein af þessu?“
En til allrar hamingju segist hann ekki hafa látið
með öllu hugfallast. Hann ávarpaði hana rólega, en með
festu, og sagði henni að vakna. Hann segist halda, að
hann hafi aldrei þakkað guði innilegar fyrir neitt, en
þegar hann heyrði hana andvarpa um leið og meðvitund-
in var að koma aftur. Hún strauk hendinni um augun,
opnaði þau og settist upp. Hún sá óttasvip á andlitinu
á honum og spurði, hvað væri að. Þá hélt hann áfram sög-
unni, sem hann hafði verið að segja henni, eins og elckert
hefði í skorist. Langur tími leið, áður en hún trúði því,
að hún hefði sofnað.
Um þetta leyti fór að koma fram hjá honum sérstak-
ur hæfileiki, án þess að hann gerði í fyrstu neina tilraun
til þess að fá hann. Hann komst að raun um, að hann
hafði mátt til þess að nema burt þrautir. Hann vissi ekk-
ert, hvernig á þessum mætti stóð. En hann komst að
raun um, að ef vinir hans höfðu höfuðverk, tannpínu,
taugaverk, og hann lagði hægri höndina efst á bring-
spalirnar á sjúklingnum og vinstri höndina á staðinn, þar
sem tilkenningin var, þá gat hann framleitt mikinn hita
bæði í sjúklingnum og höndunum á sér. Eftir fáein
augnablik breyttist þessi hiti í sára tilkenning í vinstri
hendinni, og á sömu stund hurfu þrautir sjúklingsins.
Þegar hann fór að athuga þennan hæfileika sinn
betur, komst hann að því, að hann fékk engan árangur,
ef hann beitti ekki á þetta miklum viljakrafti. Ef viljinn
til að lækna dvínaði eitt augnablik, þá kom enginn hiti
og engin sárindi í höndina. Meira að segja, ef viljinn
dvínaði eftir að hitinn var farinn að koma, eða eftir að
sárindin voru komin í höndina, — ef hann, þótt ekki
9*