Morgunn - 01.12.1934, Síða 6
132
M 0 R G U N N
væri nema eitt augnablik, veitti athygli einhverju í her-
berginu, eða einhverju, sem einhver sagði — þá hurfu
þessi fyrirbrigði á augabragði. Hann fór síðar að lækna
með dáleiðslu, eins og eg mun skýra frá innan skamms,
og þá komst hann að raun um, að hann gat ekki læknað
neinn, ef hann trúði því ekki sjálfur, að hann gæti það.
Þetta fyrirbrigði undirvitundarinnar kveðst hann ekki
skilja.
Annað þótti honum kynlegt við þessar æsku-lækn-
ingar sínar — að hann varð ávalt örmagna eftir að þær
höfðu farið fram. Þegar hann fékk meiri reynslu, komst
hann að því, að þessi máttur var segulmagn — að hann
sendi frá sér segulmagn úr -líkama sínum.
Jafnframt leggur hann áherzlu á það, að segul-
magnsáhrifin og dáleiðslan séu alveg mismunandi fyrir-
brigði, þó að honum virtist einhver sambandsliður milli
þeirra. Ef hann dáleiddi sjúkling, kom honum í fastan
svefn, og hélt svo hendinni yfir einhvern hluta af líkama
hans, án þess að koma við hann, eða koma nokkuri sefj-
un inn hjá honum, þá komst þessi líkamshluti í ákafa
hreyfingu, og hann gat dregið sjúklinginn fram og aftur
með því einu að færa til höndina.
Það olli honum óróleika að uppgötva þennan hæfi-
leika hjá sér. Hann hafði ávalt verið námsmaður og haft
mikinn áhuga á að læra að þeklcja mannlegan líkama.
En hugur hans drógst líka að andlegum efnum. Hann
hugsaði engu síður um hið óþekta og ósýnilega en um
jarðnesk efni. Hann gat ekki ráðið það við sig, hvort
hann vildi heldur verða læknir eða prestur. Faðir hans
vildi heldur að hann yrði læknir. Sjálfum fanst honum
að hann vildi, að öllu athuguðu, heldur verða prestur.
En hvað varð þá um þennan mátt hans? Var unt að
þroska hann? Gat hann orðið mönnunum að gagni? Var
hann ekki frá djöflinum? Og ef hann var það, hvernig
gat hann þá orðið veröldinni að gagni? Hann las allar
þær bækur um þetta mál, sem hann gat náð í. En þær