Morgunn - 01.12.1934, Side 22
148
MORGUNN
færi ekki lengra, og að hann sendi aldrei son hans oftar
til að elta hann.
Það er ekki nokkurt viðlit, segir Erskine, að skýra
þetta sem algeng fjarhrif. Við fjarhrifatilraunirnar eru
báðir í venjulegu ástandi, sá sem hugsunina sendir, og hinn
sem tekur við henni, og báðir vilja þeir beita kraftinum,
sem árangrinum veldur. En í þetta skifti var sonurinn í dá-
leiðslu, en faðirinn vissi alls ekkert um tilraunina. Og
dávaldurinn gerði ekkert annað en að spyrja, og vissi
ekkert um það, sem pilturinn var að segja honum.
Erskine finst hann vera þarna á þröskuldi nýrrar
veraldar — veraldar, sem er ósýnileg oss, jarðneskum
verum, sviða, sem eru óttalega veruleg og dásamleg, þeg-
ar litið er á þau með dómgreind, — veraldar, sem dagvit-
und vor veit ekkert um.
Hver eru takmörk þessarar veraldar? segir hann.
Hvar er hún? Býr undirvitundin alt af í henni? í hverju
sambandi stendur hún við þann jarðneska heim, sem vér
þekkjum öll? Hvað er það, sem á þar heima, annað en
undirvitundin? Hvernig getur undirvitundin sent skila-
boð úr þessari veröld til vorrar veraldar? Er þetta í raun
og veru veröldin, sem bíður vor allra, og er undirvit-
undin sálin?
Mjög oft hefi eg reynt að svara þessum spurning-
um, segir Erskine. En aldrei hefir mér tekist það.
Aðra sögu segir hann, sem skýrir enn betur þessa
örðugleika hans og heilabrot. Hann bað dáleiddan sjúkl-
ing að fara í skóla, sem dóttir hans var í, og segja sér,
hvað hún væri að gera.
,,Fara?“ svaraði sjúklingurinn. ,,Eg get það ekki.
Eg er þar“.
,,Við hvað áttu?“
,,Eg á við það, sem eg er að segja. Eg er þar nú“.
„Auðvitað. Eg sagði yður að fara, og þér hafið hlýtt
mér“.
„Nei. Eg var þar, áður en þér sögðuð mér þetta“.