Morgunn - 01.12.1934, Side 25
M 0 R G- U N N
151
hafði ekki tekist það. Hann spurði Erskine, hvort hann
gæti hjálpað sér. Erskine svæfði hann, tók svo feikrit
Shakespeares ofan úr hillu, sagðist skyldi jesa það, sem
aðrir áttu að segja í leiknum, en hann skyldi leika —
ekki þylja, heldur leika — hlutverk Macbeths. ,,Og þér
munuð kunna hvert orð“, sagði hann.
Leikarinn fór með hlutyerkið, og honum skeikaði
ekki um noklcurt orð. Svo nákvæmlega mundi hann alt,
að þegar Erskine ætlaði að fara að lesa línur, sem slept
hafði verið úr á leiksviðinu fjórum árum áður, þá tók
hann fram í og sagði Erskine, hvar hann ætti að halda
áfram.
Erskine heldur, að hann hafi aldrei séð hlutvei'k
Macbeths leikið af meiri andagift en þarna í viðtalsher-
berginu hans. Leikaranum tókst jafnsnildarlega daginn
eftir á leiksviðinu.
V.
Einn lcaflinn í bók Erskines er um afstöðu dáleiðslu-
fræðanna til spiritismans. Hann bendir fyrst og fremst á
muninn á fyrirbrigðunum, sem koma fram í dáleiðslu,
og hinum, sem koma fram í miðilssvefni. Hann bendir á
það, að það sé algengt á miðilsfundum, að töluð séu af
vörum miðlanna tungumál, sem þeir kunna ekkert í. Slíkt
komi aldrei fyrir í dáleiðslu. í dáleiðslunni sé jarðneskur
maður dávaldurinn og sjúklingurinn vilji sofna. I spiri-
tistisku tilraununum sé framliðinn maður dávaldurinn,
og það muni vera órannsakað mál, að hve miklu leyti
það skiptir máli, hvort miðillinn vill sofna eða ekki.
Hann hefir rekið sig á það, að ákveðin mótspyrna
gegn honum hefir komið fram frá framliðnum mönnum,
sem gert hafa vart við sig. Maður kom til hans með konu
sína, í því skyni, að hún fengi lækningu hjá honum við
einhverju ólagi á taugunum. Hún settist í stólinn, og Er-
skine ætlaði að fara að skýra það fyrir henni, hvað auð-
velt væri fyrir hana að sofna. Þá breyttist atferli hennar