Morgunn


Morgunn - 01.12.1934, Side 30

Morgunn - 01.12.1934, Side 30
156 MORGUNN nær. Þegar hún vaknaði, vissi hún ekkert um það, sem hún hafði sagt eða gert í svefninum. Erskine lítur ekki svo á, sem hún hafi verið í nein- um dáleiðslusvefni þetta skiptið, enda hafði hann ekki reynt að koma neinu inn hjá henni. Hann heldur auð- sjáanlega, að þetta hafi verið miðilssvefn, enda virðist enginn vafi geta á því leikið. Hann furðaði sig ákaflega mikið á þessum fyrir- brigðum, sem sérstaklega snertu spíritismann, þessum fjandskap gegn honum og verki hans, sem eg hefi skýrt frá. En hann virðist hafa haft litla eða enga reynslu af spíritistiskum fyrirbrigðum, þó að hann sé spíritisman- um einkar góðviljaður. Eg held, að þeir, sem þá reynslu hafa, furði sig,ekki eins mikið á þessu. Margir jarðnesk- ir menn hafa verið dáleiðslunni mjög andvígir, og sumir eru það sjálfsagt enn. Þá er ekki nema eðlilegt, sam- kvæmt margfaldri reynslu, sem fengist hefir, að sumir framliðnir séu það líka. Að hinu leytinu var framliðni læknirinn, sem eg hefi minst á, á Erskin.es bandi. Keynsl- an hefir sýnt, að það er ekki síður skoðanamunur með framliðnum mönnum en jarðneskum. Erskine lék afarmikið hugur á, að reyna að rann- saka annan heim með dáleiðslunni. í því skyni svæfði hann einu sinni piltinn, sem elt hafði föður sinn, eins og eg hefi skýrt frá áður. Þegar pilturinn var kominn í fastan svefn, sagði Erskine við hann: „Farðu inn á næsta sviðið, þar sem framliðnir menn eru, og segðu mér frá öllu, sem þú sér“. Nú varð alger þögn hér um bil 8 mínútur, og þá virtist pilturinn komast í háa rifrildi við einhvern. Hann talaði svo ótt, að varla var unt að heyra, hvað hann sagði. Hann virtist vera að deila við .einhvern, sem ekki vildi návist hans, því að þessa setningu heyrði Erskine: ,,Eg hefi eins mikinn rétt hér eins og þú“, og svo hélt rifrildið áfram. Auðvitað heyrðist aðeins rödd piltsins,. en enginn vafi lék á því, hvert umræðuefnið var.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.