Morgunn - 01.12.1934, Page 32
158
M 0 R G U N N
hann því næst. Honum varð ekkert meint við þetta æfin-
týri sitt, og hann mundi ekkert af því, sem gerst hafði.
Hér verð eg að láta staðar numið með endursögn
mína á sögum Erskines, þó að margar þeirra séu jafn
merkilegar og þær, sem eg hefi tekið. En eg get ekki
bundist þ.ess að taka það fram, að mér virðist dáleiðslu-
fræðin, eins og Erskine setur þau fram, vera samstæð
spíritismanum og staðfesting á honum. Rannsóknir hans
vekja hjá honum sannfæring um sjálfstæða tilveru sál-
arinnar, alveg eins og rannsóknir spíritista hafa gert,
og eins um framhaldslifið. Það er öflugasti sambands-
liður þessara fræða hvorratveggju, enda það atriðið, sem
skiptir mestu máli.
Ludvi Dahi ^ Morgni hefir nokkurum sinnum verið minst
bæjaríógeti. á Ludvig Dahl bæjarfógeta. Hann andaðist 8.
ágúst síðastliðinn. Eftir hann eru prentaðar
fjórar ágætar bækur um sálarrannsóknir, og hann hafði
lokið við 5. bókina áður en hann dó. Miðill hans var dóttir
hans, frú Ingeborg, sem gift er norskum embættismanni.
En þeir framliðnir menn, sem hann stóð sérstaklega í
sambandi við, voru tveir synir hans. Dahl var langfremst-
ur sálarrannsóknamaður á Norðurlöndum. Ein af bókum
hans hefir komið út á ensku og hlotið mikið gengi á Eng-
landi. Dahl hafði verið dómari í Oslo, en var síðustu árin
bæjarfógeti í Fredrikstad í Noregi. Hann var að fullu
sanfærður um samband sitt við annan heim, enda auðn-
aðist honum að fá óvenjulega góðar sannanir, sem mundu
hafa sannfært alla hleypidómalausa menn. Sálarrannsókna-
málið bíður stórtjón við burtför þessa vinsæla og mikils-
metna manns af þessum heimi.